Glamour

Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð

Ritstjórn skrifar
Skjáskot
Norska leikkonan Ulrikke Falch, sem aðdáendur norsku þáttana SKAM þekkja betur sem Vilde, er að slá í gegn á Instagram.

Ásamt því að birta myndir og myndskeið af sér sem kitla hláturtaugarnar þá hefur Falch hrundið af stað svokallaðri post-it herferð á samfélagsmiðlinum þar sem hún hvetur fylgjendur sína að skilja eftir sig jákvæð og sjálfstyrkjandi skilaboð á post-it miðum út um allt. Myndir eru svo merktar með hasstagginu #postitgeriljaen eða #postitsquad. 

Skilaboðin, sem má sjá út um allt í Noregi, inn í mátunarklefum, á lestarstöðum og öðrum almenningsstöðum, og eru til dæmis "Repeat after me: I am awesome," og "Being unique is better than being perfect."

Virkilega flott framtak hjá Ulrikke og við mælum 100 prósent með því að fylgjast með henni á Instagram!

Lets try again.

A post shared by Ulrikke Falch (@ulrikkefalch) on


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.