Telur að krónan muni áfram styrkjast á næstu mánuðum Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 3. júní 2017 14:44 Krónan hefur styrkst nokkuð rösklega það sem af er ári. vísir/valli Greiningardeild Arion banka telur að krónan muni styrkjast á næstu mánuðum en veiking er þó talin líklegri til lengri tíma litið. Íslenska krónan er í hæstu hæðum og hefur nafngengi hennar líklega aldrei styrkst jafn mikið á tólf mánaða tímabili. Í júní í fyrra var gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal til dæmis 125 en í dag er það um 98. Nemur lækkunin um 22 prósentum. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að krónan sé líklega ekki að fara veikjast á næstunni og telur að hún geti hæglega styrkst enn meira. Til lengdar ráði hagkerfið þó líklega ekki við núverandi raungengi. „Við segjum í okkar nýjustu greiningu að við búumst við lítilli styrkingu sem mun verða á næstu mánuðum. Nú þegar hefur krónan styrkst um tvö prósent síðan við gáfum þessa greiningu út þannig að kannski er hún búin að styrkjast jafn mikið og hún getur nú þegar. Það er ómögulegt að segja og það fer svolítið eftir hvernig væntingarnar eru,“ segir Konráð. Þrátt fyrir að veiking sé ekki í kortunum á næstunni segir Konráð að líkurnar á því að krónan verði veikari eftir fimm ár séu meiri en líkurnar á því að hún verði sterkari. Hann segir að aðlögun gengisins geti, og hafa oft verið, sársaukafull og til þess að svo verði ekki sé aðalatriðið að það styrkist ekki of mikið og ekki of hratt. „Það er ekki að sjá neina veikingu í kortunum í ár, en þetta getur verið fljótt að breytast, til dæmis ef væntingar breytast, og segjum sem svo að lífeyrissjóðirnir fari að færa sig út í auknum mæli og menn sjá verri horfur í hagkerfinu eða það hægi á eða ferðamönnum taki að fækka. Ef menn sjá teikn um eitthvað svoleiðis þá gætum við séð að það birtist í gengi krónunnar nokkuð hratt, og þaðmeð einhverri veikingu. Það eru kannski ekki miklar líkur á að við sjáum veikingu á við árið 2008, en það gæti gefið eitthvað eftir ef horfur versna, en tilfellið er að við sjáum ekki neitt í kortunum um að það sé að fara gerast,“ segir Konráð. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Greiningardeild Arion banka telur að krónan muni styrkjast á næstu mánuðum en veiking er þó talin líklegri til lengri tíma litið. Íslenska krónan er í hæstu hæðum og hefur nafngengi hennar líklega aldrei styrkst jafn mikið á tólf mánaða tímabili. Í júní í fyrra var gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal til dæmis 125 en í dag er það um 98. Nemur lækkunin um 22 prósentum. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að krónan sé líklega ekki að fara veikjast á næstunni og telur að hún geti hæglega styrkst enn meira. Til lengdar ráði hagkerfið þó líklega ekki við núverandi raungengi. „Við segjum í okkar nýjustu greiningu að við búumst við lítilli styrkingu sem mun verða á næstu mánuðum. Nú þegar hefur krónan styrkst um tvö prósent síðan við gáfum þessa greiningu út þannig að kannski er hún búin að styrkjast jafn mikið og hún getur nú þegar. Það er ómögulegt að segja og það fer svolítið eftir hvernig væntingarnar eru,“ segir Konráð. Þrátt fyrir að veiking sé ekki í kortunum á næstunni segir Konráð að líkurnar á því að krónan verði veikari eftir fimm ár séu meiri en líkurnar á því að hún verði sterkari. Hann segir að aðlögun gengisins geti, og hafa oft verið, sársaukafull og til þess að svo verði ekki sé aðalatriðið að það styrkist ekki of mikið og ekki of hratt. „Það er ekki að sjá neina veikingu í kortunum í ár, en þetta getur verið fljótt að breytast, til dæmis ef væntingar breytast, og segjum sem svo að lífeyrissjóðirnir fari að færa sig út í auknum mæli og menn sjá verri horfur í hagkerfinu eða það hægi á eða ferðamönnum taki að fækka. Ef menn sjá teikn um eitthvað svoleiðis þá gætum við séð að það birtist í gengi krónunnar nokkuð hratt, og þaðmeð einhverri veikingu. Það eru kannski ekki miklar líkur á að við sjáum veikingu á við árið 2008, en það gæti gefið eitthvað eftir ef horfur versna, en tilfellið er að við sjáum ekki neitt í kortunum um að það sé að fara gerast,“ segir Konráð.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira