Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 18:26 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA óskar Íslendingum til hamingju með komu Costco hingað til lands. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. Þá segir hann almenning hafa innistæðu fyrir því að vera reiður út í verðlagningu verslana miðað við það verð sem Costco er að bjóða en vöruverð þar er mun lægra en Íslendingar hafa átt að venjast. „Ég var nú búinn að tala um það nokkrum sinnum í viðtölum að ég hefði miklar væntingar til Costco og að þeir myndu breyta módelinu hérna og það er nokkuð sérstakt hvað forsvarsmanna stórra fyrirtækja voru að tala þetta niður en allar mínar góðu spár hafa gengið eftir og rúmlega það. Þetta verð sem þeir eru að sýna og bjóða bæði á bensíninu og síðan á vörum er algjörlega frábært. [...] Ég tek ofan fyrir Costco-mönnum og óska íslensku þjóðinni til hamingju með þessa innkomu sem er alveg frábær og mun án efa breyta landslaginu varanlega og verulega “ sagði Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Lágt gengi pundsins hefur áhrif á verðlagið í Costco Hann sagðist telja að Costco-menn væru ekki alveg búnir að átta sig á því hvernig landið lægi hér varðandi vöruverð en Þórarinn sagðist hafa heyrt það frá Costco-mönnum að opnunin hér væri sú stærsta í sögu fyrirtækisins. Þó hefðu þeir gert mistök með því að selja vatnsflöskuna á 11 krónur þegar skilagjaldið er 16 krónur og þá hefði það áhrif á vöruverðið að þeir væru að gera út frá Englandi og gengi pundsins hefði þau áhrif að þeir gætu boðið lægra verð. „Það er ekki gefið að það verði endalaust áfram. Eftir hálft ár eða ár munum við sjá betur nákvæmlega hvar þeir standa en þeir munu samt vera áfram ódýrari.“Ekki alltaf sanngjarn verðsamanburður Þórarinn sagði að stundum væri verðsamanburður fólks á vörum sem það keypti í Costco og svo annars staðar ekki alveg sanngjarn og tók dæmi um Söru Oskarsson, varaþingmann Pírata. Hún sagði frá tveimur lítrum af freyðibaði sem hún keypti í Costco á tæpar 600 krónur en hálfur lítri af freyðibaðinu kostaði svo tæpar 1400 krónur úti í apóteki.„Það er alveg ljóst að maður fer ekki í apótek til að gera góð kaup. [...] Þetta er pínu óvægið og ekki alveg sanngjarnt fyrir utan það að ég er ekkert viss um að þetta apótek hafi verið eitthvað að okra rosalega á þessu freyðibaði,“ sagði Þórarinn. Hann var þá spurður að því hvort að það væri ekki innistæða fyrir reiði almennings vegna varðlagningar á vörum hér á landi. „Jú, ég er alveg á því og ég hef sagt það áður að ég tel íslenska verslun eiga mjög lítið inni hjá neytendum. Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi og fólk hefur almennt fundið það og vitað það og mjög margir hafa verið að bíða eftir að Costco kæmi. Það er innistæða fyrir þessu en við þurfum að stíga varlega niður – það eru manneskjur á bak við þessi fyrirtæki og oft á tíðum hafa menn verið að gera eins vel og þeir geta en eiga síðan ekki séns í næststærsta verslunarfyrirtæki í heimi þegar kemur að innkaupa-„power,““ sagði framkvæmdastjóri IKEA í Reykjavík síðdegis í dag en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Jón Gnarr er stoltur meðlimur Costco-fjölskyldunnar Það getur enginn verið töff í Bónus segir fyrrverandi borgarstjóri. 29. maí 2017 14:26 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. Þá segir hann almenning hafa innistæðu fyrir því að vera reiður út í verðlagningu verslana miðað við það verð sem Costco er að bjóða en vöruverð þar er mun lægra en Íslendingar hafa átt að venjast. „Ég var nú búinn að tala um það nokkrum sinnum í viðtölum að ég hefði miklar væntingar til Costco og að þeir myndu breyta módelinu hérna og það er nokkuð sérstakt hvað forsvarsmanna stórra fyrirtækja voru að tala þetta niður en allar mínar góðu spár hafa gengið eftir og rúmlega það. Þetta verð sem þeir eru að sýna og bjóða bæði á bensíninu og síðan á vörum er algjörlega frábært. [...] Ég tek ofan fyrir Costco-mönnum og óska íslensku þjóðinni til hamingju með þessa innkomu sem er alveg frábær og mun án efa breyta landslaginu varanlega og verulega “ sagði Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Lágt gengi pundsins hefur áhrif á verðlagið í Costco Hann sagðist telja að Costco-menn væru ekki alveg búnir að átta sig á því hvernig landið lægi hér varðandi vöruverð en Þórarinn sagðist hafa heyrt það frá Costco-mönnum að opnunin hér væri sú stærsta í sögu fyrirtækisins. Þó hefðu þeir gert mistök með því að selja vatnsflöskuna á 11 krónur þegar skilagjaldið er 16 krónur og þá hefði það áhrif á vöruverðið að þeir væru að gera út frá Englandi og gengi pundsins hefði þau áhrif að þeir gætu boðið lægra verð. „Það er ekki gefið að það verði endalaust áfram. Eftir hálft ár eða ár munum við sjá betur nákvæmlega hvar þeir standa en þeir munu samt vera áfram ódýrari.“Ekki alltaf sanngjarn verðsamanburður Þórarinn sagði að stundum væri verðsamanburður fólks á vörum sem það keypti í Costco og svo annars staðar ekki alveg sanngjarn og tók dæmi um Söru Oskarsson, varaþingmann Pírata. Hún sagði frá tveimur lítrum af freyðibaði sem hún keypti í Costco á tæpar 600 krónur en hálfur lítri af freyðibaðinu kostaði svo tæpar 1400 krónur úti í apóteki.„Það er alveg ljóst að maður fer ekki í apótek til að gera góð kaup. [...] Þetta er pínu óvægið og ekki alveg sanngjarnt fyrir utan það að ég er ekkert viss um að þetta apótek hafi verið eitthvað að okra rosalega á þessu freyðibaði,“ sagði Þórarinn. Hann var þá spurður að því hvort að það væri ekki innistæða fyrir reiði almennings vegna varðlagningar á vörum hér á landi. „Jú, ég er alveg á því og ég hef sagt það áður að ég tel íslenska verslun eiga mjög lítið inni hjá neytendum. Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi og fólk hefur almennt fundið það og vitað það og mjög margir hafa verið að bíða eftir að Costco kæmi. Það er innistæða fyrir þessu en við þurfum að stíga varlega niður – það eru manneskjur á bak við þessi fyrirtæki og oft á tíðum hafa menn verið að gera eins vel og þeir geta en eiga síðan ekki séns í næststærsta verslunarfyrirtæki í heimi þegar kemur að innkaupa-„power,““ sagði framkvæmdastjóri IKEA í Reykjavík síðdegis í dag en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Jón Gnarr er stoltur meðlimur Costco-fjölskyldunnar Það getur enginn verið töff í Bónus segir fyrrverandi borgarstjóri. 29. maí 2017 14:26 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56
Jón Gnarr er stoltur meðlimur Costco-fjölskyldunnar Það getur enginn verið töff í Bónus segir fyrrverandi borgarstjóri. 29. maí 2017 14:26