Glamour

Zoë Kravitz á forsíðu nýjasta Glamour

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty
Maíblað Glamour er komið út og forsíðuna prýðir engin önnur en söng-og leikkonan Zoë Isabella Kravitz!Kravitz er alin upp í sviðsljósinu og er gott dæmi um að sjaldan falli eplið langt frá eikinni. Hún er dóttir Lenny Kravitz og Lisu Bonet og ætlaði sér alltaf að vinna í skemmtanabransanum. Töffari fram í fingurgóma sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum vinsælu Big Little Lies í vetur við hlið feiknasterks leikarahóps. Glamour kynntist þessum töffara betur sem enginn vafi leikur á að á eftir að láta meira að sér kveða framtíðinni.

„Ég held að vandamálið sé að pressan er svo mikil á konur að vera fullkomnar, hafa öll svörin á reiðum höndum, að hugsa um eiginmanninn og hugsa um börnin en við erum öll bara manneskjur,“ segir Kravitz meðal annars í viðtalinu og kemur einnig inn á foreldrana frægu og uppeldið í sviðsljósinu. 

„Andartakið þegar þú gerir þér grein fyrir að foreldri þitt er bara manneskja er einfaldlega vá! Eins og opinberun. Ég upplifði svona andartak: Almáttugur, þú ert ekki bara pabbi minn.“

 

  

Með foreldrum sínum á rauða dreglinum.
Auk viðtalsins við Zoë er að fnna fjölbreytt efni í blaðinu en rómantíkin ræður ríkjum. 

30 blaðsíðna brúðkaupskafli þar sem Glamour kemur með sína sýn á veisluna, kjólinn, skreytingarnar og förðunina. Hvaða hefðir þarf að halda í og hvað ekki?

Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir rifjar upp fyrirsætutaktana í blaðinu sem og opnar sig í viðtali um leiklistarharkið, framtíðina og flutninginn til Hollywood. 

Þetta og margt margt fleira í nýjasta Glamour sem er á leiðinni í allar helstu verslanir og til áskrifenda! Tryggðu þér áskrift af Glamour og fáðu eintakið sjóðandi heitt inn um lúguna í hverjum mánuði hér. 


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.