Hægt að byggja 143 meðalstórar íbúðir fyrir það sem kostar að halda Eurovision Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2017 10:44 Það kostar um 4,1 milljarð að halda Eurovision. Vísir/Vilhelm Eitt af því sem óneitanlega fylgir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru vangaveltur um hvar og hvernig Ísland geti haldið keppnina, komi til þess að fulltrúi Íslendinga muni fara með sigur af hólmi. Greiningardeild Arion banka veltir þessum punkti upp í nýjum Markaðspunktum greiningardeildarinnar. Er þar bent á kostnaðinn við að halda keppnina og í stað þess að velta því fyrir sér hvernig Ísland geti haldið keppnina er því velt upp hvað sé hægt að gera fyrir fjármunina sem fara í að halda keppnina. Spurt er hvort Íslendingar vilji í raun og veru vinna keppnina og bent er á að yfirleitt tapi gestgjafarnir á því að halda keppnina enda fylgir því mikill kostnaður sem ekki er víst að komi til baka þrátt fyrir að mikill straumur ferðamanna fylgi Eurovision hvert ár.Mynd/Arion bankiSegir í Markaðspunktunum að erfitt sé að áætla hvað það kosti að halda keppnina hér á landi, komi til þess að Svala standi uppi sem sigurvegari. Bent er hins vegar á að meðalkostnaðurinn undanfarin ár sé í kringum 4,1 milljarð króna og listar greiningardeildin upp hluti sem hægt væri að gera í staðinn fyrir að halda keppnina. „Þar kennir ýmissa grasa, til að mynda væri hægt að halda 460 jólatónleika, reka 51 lið í Pepsí deild karla í eitt ár eða gefið öllum Íslendingum 7 ABBA Waterloo vínylplötur!“ segir í Markaðspunktunum. Sé horft út fyrir listir og menningu má einnig gera ýmislegt fyrir milljarðana, meðal annars „byggja 143 meðalstórar íbúðir, sem væri kærkomin viðbót inn á húsnæðismarkaðinn í dag, rekið Landspítalann í tæpan mánuð, borgað rekstrarkostnað í eitt ár fyrir 2.300 grunnskólanemendur eða gefið öllum landsmönnum 12 miða í Hvalfjarðargöngin.“ Bent er þó á að þrátt fyrir að gestgjafaþjóðirnar tapi yfirleitt á því að halda keppnina megi ekki lita framhjá óbeinu áhrifunum sem keppnin getur haft á hagkerfi þeirra en allar borgir sem haldið hafa keppnina hafa upplifað nokkurn vöxt í ferðaþjónustu og efnahag, að minnsta kosti til skamms tíma.Mynd/Arion banki Eurovision Tengdar fréttir Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. 9. maí 2017 11:30 Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. 9. maí 2017 07:00 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu "Það voru engin mistök á þessu dómararennsli.“ 8. maí 2017 20:57 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Eitt af því sem óneitanlega fylgir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru vangaveltur um hvar og hvernig Ísland geti haldið keppnina, komi til þess að fulltrúi Íslendinga muni fara með sigur af hólmi. Greiningardeild Arion banka veltir þessum punkti upp í nýjum Markaðspunktum greiningardeildarinnar. Er þar bent á kostnaðinn við að halda keppnina og í stað þess að velta því fyrir sér hvernig Ísland geti haldið keppnina er því velt upp hvað sé hægt að gera fyrir fjármunina sem fara í að halda keppnina. Spurt er hvort Íslendingar vilji í raun og veru vinna keppnina og bent er á að yfirleitt tapi gestgjafarnir á því að halda keppnina enda fylgir því mikill kostnaður sem ekki er víst að komi til baka þrátt fyrir að mikill straumur ferðamanna fylgi Eurovision hvert ár.Mynd/Arion bankiSegir í Markaðspunktunum að erfitt sé að áætla hvað það kosti að halda keppnina hér á landi, komi til þess að Svala standi uppi sem sigurvegari. Bent er hins vegar á að meðalkostnaðurinn undanfarin ár sé í kringum 4,1 milljarð króna og listar greiningardeildin upp hluti sem hægt væri að gera í staðinn fyrir að halda keppnina. „Þar kennir ýmissa grasa, til að mynda væri hægt að halda 460 jólatónleika, reka 51 lið í Pepsí deild karla í eitt ár eða gefið öllum Íslendingum 7 ABBA Waterloo vínylplötur!“ segir í Markaðspunktunum. Sé horft út fyrir listir og menningu má einnig gera ýmislegt fyrir milljarðana, meðal annars „byggja 143 meðalstórar íbúðir, sem væri kærkomin viðbót inn á húsnæðismarkaðinn í dag, rekið Landspítalann í tæpan mánuð, borgað rekstrarkostnað í eitt ár fyrir 2.300 grunnskólanemendur eða gefið öllum landsmönnum 12 miða í Hvalfjarðargöngin.“ Bent er þó á að þrátt fyrir að gestgjafaþjóðirnar tapi yfirleitt á því að halda keppnina megi ekki lita framhjá óbeinu áhrifunum sem keppnin getur haft á hagkerfi þeirra en allar borgir sem haldið hafa keppnina hafa upplifað nokkurn vöxt í ferðaþjónustu og efnahag, að minnsta kosti til skamms tíma.Mynd/Arion banki
Eurovision Tengdar fréttir Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. 9. maí 2017 11:30 Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. 9. maí 2017 07:00 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu "Það voru engin mistök á þessu dómararennsli.“ 8. maí 2017 20:57 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. 9. maí 2017 11:30
Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. 9. maí 2017 07:00
Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45
Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu "Það voru engin mistök á þessu dómararennsli.“ 8. maí 2017 20:57