Stórfyrirtæki tryggja sig gegn netárásum Haraldur Guðmundsson skrifar 13. apríl 2017 07:00 Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár Vaxandi eftirspurn er á meðal stórfyrirtækja hér á landi eftir vátryggingum gegn netárásum enda hefur tölvuglæpum af þeim toga fjölgað á síðustu árum. Íslensku tryggingafélögin eru byrjuð eða í startholunum með að bjóða tryggingar fyrir tjóni sem þeim geta fylgt en þær þykja almennt of dýrar. „Sannarlega eru fyrirtæki að skoða þetta en þau þurfa annars vegar að átta sig á nauðsyninni og hins vegar að varan hefur verið verðlögð út frá erlendum þörfum. Það hefur staðið í fyrirtækjum og þótt frekar dýrt en við vinnum nú að því að aðlaga tryggingarnar íslenskum aðstæðum,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. Ráðgjafarfyrirtækið IFS greining dreifði á þriðjudag nýju virðismati sínu á Sjóvá, TM og VÍS. Í því er bent á að tækniþróun og deilihagkerfið muni leiða til þess að vátryggingamarkaðurinn taki örum breytingum á næstu árum og því þurfi tryggingafélög að útvíkka vöruframboð sitt. Þau hafi aftur á móti litla reynslu af netábyrgðartryggingum og því sé verðlagningin líklega í meiri óvissu en á öðrum vörum þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS seldi fyrirtækið fyrstu netábyrgðartrygginguna í árslok 2014. „Erlend tryggingafélög hafa komið hingað í gegnum okkur og haldið kynningar. Þetta snýst um tvennt og þá annars vegar það tjón sem viðkomandi fyrirtæki verður fyrir í svona árásum. Menn þurfa þá að ráða inn lögmenn, kaupa krísustjórnun og annað slíkt. Hins vegar þarf að tryggja sig fyrir væntum bótakröfum viðskiptavina. Í byrjun næsta árs tekur svo gildi ný Evrópulöggjöf varðandi persónuvernd sem er miklu strangari en nú þekkist og þar geta verið sektarákvæði og annað slíkt sem ýta enn frekar á að fyrirtæki hugi að þessari vernd,“ segir Hermann. Samkvæmt Hermanni tekur iðgjald og annar kostnaður tryggingataka vegna netárása hér á landi nú mið af verðlagningu hjá breskum en aðallega bandarískum vátryggingafélögum. Bendir Hermann á að bótakröfur neytenda í Bandaríkjunum séu almennt ekki í samræmi við þær sem þekkjast hér og því þurfi að laga vöruna að íslenska markaðnum. „Hvernig við munum verðleggja þetta verður framtíðin að leiða í ljós og þá einnig hversu stór tekjupóstur þetta verður í okkar starfsemi.“ Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn urðu allir fyrir netárásum í janúar síðastliðnum þegar gerðar voru álagsárásir á netkerfi íslenskra fjármálafyrirtækja. Nokkrum dögum síðar fjallaði Fréttablaðið um árás tölvuþrjóta á heimasíðu húsgagnaverslunarinnar Epal. Í því tilviki var lausnargjalds krafist ef fyrirtækið vildi fá vefsíðuna sína upp aftur. Þekktasta dæmið er án efa árásin á tölvukerfi Vodafone á Íslandi í nóvember 2013. „Það er aukning í þessum gagnagíslatökum og öðrum árásum og Ísland fylgir alþjóðlegri þróun í þessum málum. Það er mjög erfitt að segja hversu mörg tilvik koma upp á ári því þetta er ekki alltaf tilkynnt enda vilja fyrirtækin oft ekki láta vita af þessu,“ segir Stefán Snorri Stefánsson, hópstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Vaxandi eftirspurn er á meðal stórfyrirtækja hér á landi eftir vátryggingum gegn netárásum enda hefur tölvuglæpum af þeim toga fjölgað á síðustu árum. Íslensku tryggingafélögin eru byrjuð eða í startholunum með að bjóða tryggingar fyrir tjóni sem þeim geta fylgt en þær þykja almennt of dýrar. „Sannarlega eru fyrirtæki að skoða þetta en þau þurfa annars vegar að átta sig á nauðsyninni og hins vegar að varan hefur verið verðlögð út frá erlendum þörfum. Það hefur staðið í fyrirtækjum og þótt frekar dýrt en við vinnum nú að því að aðlaga tryggingarnar íslenskum aðstæðum,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. Ráðgjafarfyrirtækið IFS greining dreifði á þriðjudag nýju virðismati sínu á Sjóvá, TM og VÍS. Í því er bent á að tækniþróun og deilihagkerfið muni leiða til þess að vátryggingamarkaðurinn taki örum breytingum á næstu árum og því þurfi tryggingafélög að útvíkka vöruframboð sitt. Þau hafi aftur á móti litla reynslu af netábyrgðartryggingum og því sé verðlagningin líklega í meiri óvissu en á öðrum vörum þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS seldi fyrirtækið fyrstu netábyrgðartrygginguna í árslok 2014. „Erlend tryggingafélög hafa komið hingað í gegnum okkur og haldið kynningar. Þetta snýst um tvennt og þá annars vegar það tjón sem viðkomandi fyrirtæki verður fyrir í svona árásum. Menn þurfa þá að ráða inn lögmenn, kaupa krísustjórnun og annað slíkt. Hins vegar þarf að tryggja sig fyrir væntum bótakröfum viðskiptavina. Í byrjun næsta árs tekur svo gildi ný Evrópulöggjöf varðandi persónuvernd sem er miklu strangari en nú þekkist og þar geta verið sektarákvæði og annað slíkt sem ýta enn frekar á að fyrirtæki hugi að þessari vernd,“ segir Hermann. Samkvæmt Hermanni tekur iðgjald og annar kostnaður tryggingataka vegna netárása hér á landi nú mið af verðlagningu hjá breskum en aðallega bandarískum vátryggingafélögum. Bendir Hermann á að bótakröfur neytenda í Bandaríkjunum séu almennt ekki í samræmi við þær sem þekkjast hér og því þurfi að laga vöruna að íslenska markaðnum. „Hvernig við munum verðleggja þetta verður framtíðin að leiða í ljós og þá einnig hversu stór tekjupóstur þetta verður í okkar starfsemi.“ Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn urðu allir fyrir netárásum í janúar síðastliðnum þegar gerðar voru álagsárásir á netkerfi íslenskra fjármálafyrirtækja. Nokkrum dögum síðar fjallaði Fréttablaðið um árás tölvuþrjóta á heimasíðu húsgagnaverslunarinnar Epal. Í því tilviki var lausnargjalds krafist ef fyrirtækið vildi fá vefsíðuna sína upp aftur. Þekktasta dæmið er án efa árásin á tölvukerfi Vodafone á Íslandi í nóvember 2013. „Það er aukning í þessum gagnagíslatökum og öðrum árásum og Ísland fylgir alþjóðlegri þróun í þessum málum. Það er mjög erfitt að segja hversu mörg tilvik koma upp á ári því þetta er ekki alltaf tilkynnt enda vilja fyrirtækin oft ekki láta vita af þessu,“ segir Stefán Snorri Stefánsson, hópstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS hjá Póst- og fjarskiptastofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira