Páskar eru betri en jól Snærós Sindradóttir skrifar 13. apríl 2017 07:00 Síðustu jól voru sannkölluð atvinnurekendajól. Vinnudagarnir teygðu sig langt inn á það sem gæti talist eðlilega nálægt jólum og svo unnu launþegar eins og skepnur á milli jóla og nýárs. Til að kóróna ástandið var ekkert frí af viti eftir áramót. Einu launþegarnir sem voru ánægðir voru kennarar sem alltaf fá almennilegt frí um jól, sumar, páska, í vetrarfríinu og á þemadögum tvisvar á ári. Má ég þá heldur biðja um páska. Stjúpdóttir mín, tólf ára, kom hneyksluð heim fyrir viku síðan og sagði það skandal að páskafríið í ár væri bara ellefu dagar. Bara. Eins og páskafrí grunnskólanna sé ekki alltaf alveg nákvæmlega jafn langt, frá skólalokum á föstudegi út alla dymbilvikuna og svo bætist einn starfsdagur við svo kennarar nái að rétta úr sér eftir súkkulaðibríma helgarinnar. Við hin erum líka kampakát í fríi frá miðvikudegi og fram á þriðjudag. Eins og alla aðra páska. Í ár ákváðu svo séríslenskar hefðir að kitla okkur enn betur með sumardeginum fyrsta á fimmtudegi eftir páska. Sárabætur fyrir glötuð jól. Launþegar með smá hyggjuvit eru því búnir að tryggja sér frí á föstudeginum og geta byrjað á fimm daga páskahelgi og dembt sér beint í fjögurra daga sumarhelgi. Þeir sem eru flinkastir í fríi gætu sótt sér frí frá 7. apríl til 24. apríl. Sumardagurinn fyrsti er frábær uppfinning. Hvers vegna er ekki frí á fyrsta vetrardegi? Hefði almenningur ekki gott af fríi á sumarsólstöðum, vetrarjafndægrum og öðrum í þorraþræl? Það eru mannréttindi að eiga frí á afmælinu sínu, afmæli barna sinna og afmæli maka síns (frí á konudag eða bóndadag fyrir þá sem ekki eiga maka). Svo vantar sárlega frí á fyrsta alvöru sólardegi ársins, svona í sárabætur fyrir rigninguna á sumardaginn fyrsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun
Síðustu jól voru sannkölluð atvinnurekendajól. Vinnudagarnir teygðu sig langt inn á það sem gæti talist eðlilega nálægt jólum og svo unnu launþegar eins og skepnur á milli jóla og nýárs. Til að kóróna ástandið var ekkert frí af viti eftir áramót. Einu launþegarnir sem voru ánægðir voru kennarar sem alltaf fá almennilegt frí um jól, sumar, páska, í vetrarfríinu og á þemadögum tvisvar á ári. Má ég þá heldur biðja um páska. Stjúpdóttir mín, tólf ára, kom hneyksluð heim fyrir viku síðan og sagði það skandal að páskafríið í ár væri bara ellefu dagar. Bara. Eins og páskafrí grunnskólanna sé ekki alltaf alveg nákvæmlega jafn langt, frá skólalokum á föstudegi út alla dymbilvikuna og svo bætist einn starfsdagur við svo kennarar nái að rétta úr sér eftir súkkulaðibríma helgarinnar. Við hin erum líka kampakát í fríi frá miðvikudegi og fram á þriðjudag. Eins og alla aðra páska. Í ár ákváðu svo séríslenskar hefðir að kitla okkur enn betur með sumardeginum fyrsta á fimmtudegi eftir páska. Sárabætur fyrir glötuð jól. Launþegar með smá hyggjuvit eru því búnir að tryggja sér frí á föstudeginum og geta byrjað á fimm daga páskahelgi og dembt sér beint í fjögurra daga sumarhelgi. Þeir sem eru flinkastir í fríi gætu sótt sér frí frá 7. apríl til 24. apríl. Sumardagurinn fyrsti er frábær uppfinning. Hvers vegna er ekki frí á fyrsta vetrardegi? Hefði almenningur ekki gott af fríi á sumarsólstöðum, vetrarjafndægrum og öðrum í þorraþræl? Það eru mannréttindi að eiga frí á afmælinu sínu, afmæli barna sinna og afmæli maka síns (frí á konudag eða bóndadag fyrir þá sem ekki eiga maka). Svo vantar sárlega frí á fyrsta alvöru sólardegi ársins, svona í sárabætur fyrir rigninguna á sumardaginn fyrsta.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun