Golden State Warriors tók forystuna í einvíginu við Portland Trail Blazers í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 121-109 sigri í fyrsta leik liðanna í kvöld.
Kevin Durant skoraði 32 stig og tók 10 fráköst í sínum fyrsta leik fyrir Golden State í úrslitakeppninni. Stephen Curry bætti 29 stigum við og Draymond Green var með 19 stig, 12 fráköst, níu stoðsendingar, þrjá stolna bolta og fimm varin skot.
C. J. McCollum og Damian Lillard voru í sérflokki hjá Portland skoruðu samtals 75 af 109 stigum liðsins. McCollum skoraði 41 stig og Lillard 34.
Washington Wizards er einnig komið í 1-0 gegn Atlanta Hawks en liðið frá höfuðborginni vann fyrsta leikinn í kvöld, 114-107.
Atlanta var yfir í hálfleik, 45-48, en Washington vann 3. leikhlutann með 10 stigum, 38-28, og kláraði svo leikinn í þeim fjórða.
John Wall skoraði 32 stig og gaf 14 stoðsendingar í liði Washington. Bradley Beal kom næstur með 22 stig.
Þýski leikstjórnandinn Dennis Schröder skoraði 25 stig og gaf níu stoðsendingar í liði Atlanta.
Meistaraefnin byrja úrslitakeppnina vel
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Svona er hópur Íslands sem fer á EM
Körfubolti


Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“
Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur
Enski boltinn


