Viðskipti

Wizz Air mun fljúga beint milli Keflavíkur og Riga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Wizz Air mun
Wizz Air mun Isavia
Ungverska flugfélagið Wizz Air mun í sumar byrja að fljúga milli Keflavíkurflugvallar og lettnesku höfuðborgarinnar Riga.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá alþjóðaflugvellinum í Riga að frá og með 25. júní muni Wizz Air fljúga tvisvar í viku til Íslands.

„Flugvöllurinn í Riga er leiðandi flugvöllur í Eystrasaltinu hvað varðar fjölda farþega jafnt sem fjölda áfangastaða og tengimöguleika. Farþegar sem fljúga frá Riga geta komist hvert sem er í heiminum; jafnt með löngu, beinu flugi til áfangastaða eins og New York, Taskent, Reykjavík eða Tel Aviv sem og til fjölfarinna flugvalla í Evrópu eins og í Bretlandi, Þýskalandi og Skandinavíu,“ segir stjórnarformaður alþjóðaflugvallarins í tilkynningunni.

Wizz Air mun því fljúga beint til 5 áfangastaða frá Keflavík í sumar; til Búdapest, Prag, Gdansk, Vilnius og Riga sem fyrr segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×