Heyrðu Dagur... Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 4. apríl 2017 07:00 „Það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því í seinna stríði, Dagur. Ég meina, það er augljóst að þið berið mestu ábyrgðina á því að húsnæðisverðið er að hækka svona mikið, hvað ertu eiginlega að pæla?“ „Við berum ekki ábyrgð á þessu. Það eru ríkisstjórnin, lífeyrissjóðirnir og leigufélögin.“ „Nei, Dagur, það voru byggðar jafn margar íbúðir í Reykjavík á árunum 2007 til 2014 eins og á árunum 1937 til 1944. Kommon, heldur þú að þetta hafi ekki áhrif?“ „Nei.“ „Ha?“ „Nei, ég meina það, það eru aðrir sem bera ábyrgðina.“ „Nú?“ „Já, ríkisstjórnin, Bjarni Ben og Davíð Oddsson, bankarnir, verkalýðshreyfingin, lífeyrissjóðirnir.“ „Þú varst búinn að segja það.“ „Já og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, ferðamennirnir, frímúrarahreyfingin og Lions, Seðlabankinn, flugfélögin, Valur og KR, Donald Trump og gamla konan sem er alltaf á undan mér í röðinni í mötuneytinu.“ „Dagur, hættu þessu, það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því að Kristján tíundi var kóngur hérna, heldur þú að þú berir enga ábyrgð, í alvöru Dagur.“ „Neibb, þetta er Kattavinafélaginu að kenna.“ „Ertu að djóka?“ „Nei, kettir taka pláss. Svo eru það kvenfélögin og Happdrætti háskólans og?…“ „Sem sagt öllum að kenna nema þér.“ „Loksins sagðir þú eitthvað af viti, einmitt, já öllum að kenna nema mér.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
„Það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því í seinna stríði, Dagur. Ég meina, það er augljóst að þið berið mestu ábyrgðina á því að húsnæðisverðið er að hækka svona mikið, hvað ertu eiginlega að pæla?“ „Við berum ekki ábyrgð á þessu. Það eru ríkisstjórnin, lífeyrissjóðirnir og leigufélögin.“ „Nei, Dagur, það voru byggðar jafn margar íbúðir í Reykjavík á árunum 2007 til 2014 eins og á árunum 1937 til 1944. Kommon, heldur þú að þetta hafi ekki áhrif?“ „Nei.“ „Ha?“ „Nei, ég meina það, það eru aðrir sem bera ábyrgðina.“ „Nú?“ „Já, ríkisstjórnin, Bjarni Ben og Davíð Oddsson, bankarnir, verkalýðshreyfingin, lífeyrissjóðirnir.“ „Þú varst búinn að segja það.“ „Já og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, ferðamennirnir, frímúrarahreyfingin og Lions, Seðlabankinn, flugfélögin, Valur og KR, Donald Trump og gamla konan sem er alltaf á undan mér í röðinni í mötuneytinu.“ „Dagur, hættu þessu, það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því að Kristján tíundi var kóngur hérna, heldur þú að þú berir enga ábyrgð, í alvöru Dagur.“ „Neibb, þetta er Kattavinafélaginu að kenna.“ „Ertu að djóka?“ „Nei, kettir taka pláss. Svo eru það kvenfélögin og Happdrætti háskólans og?…“ „Sem sagt öllum að kenna nema þér.“ „Loksins sagðir þú eitthvað af viti, einmitt, já öllum að kenna nema mér.“