Þetta er í fyrsta sinn sem að fyrirsætan unga landar herferð af þessari stærðargráðu.
Það vekur athygli um þessar mundir að nánast öll nýju andlitin í fyrirsætuheiminum eru börn frægra. Til dæmis er Paris Jackson, dóttir Michael Jackson, að gera það gott um þessar mundir. Iris Law, dóttir Jude Law, Jaden og Willow Smith, börn Will Smith sem og Lily-Rose Depp, dóttir Johnny Depp, hafa öll birst í herferðum, á tískusýningum eða öðru eins á seinustu misserum. Greinilega mikilvægt að vera með réttu tengslin.