Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Hörður Ægisson skrifar 20. mars 2017 15:15 FME bendir á að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni. VÍSIR/EYÞÓR Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu (FME) en þar segir að kaupin hafi ekki áhrif á skilyrði sem FME setti árið 2010 fyrir virkum eignarhlut Kaupþings í gegnum eignarhaldsfélagið Kaupskil í bankanum. Þau skilyrði meðal annars „takmarka verulega áhrif hluthafa Kaupþings á stjórnun bankans, en umræddir fjárfestar fara beint eða óbeint með eignarhlut í Kaupþingi. Fjármálaeftirlitið hefur áskilið sér rétt til að taka upp ofangreind skilyrði og hefur sett fram tímamörk í því skyni. Umræddum eignarhlutum fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu,“ segir í tilkynningu FME. Þá bendir stofnunin á að með kaupum fjárfestanna á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka myndast ekki nýr virkur eignarhlutur þar sem enginn þeirra fer með meira en 10 prósenta hlut. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fjármálafyrirtæki sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags. Fjármálaeftirlitið segist hafa verið upplýst um kaup á eignarhlut í Arion banka og verið í aðdraganda þeirra í samskiptum við viðeigandi aðila, líkt og Fréttablaðið greindi meðal annars frá í lok febrúar. „Þá á Fjármálaeftirlitið von á tilkynningum um virka eignarhluti í Arion banka vegna mögulegs aukins eignarhlutar. Á grundvelli slíkra tilkynninga leggur Fjármálaeftirlitið mat á hæfi aðila til að fara með eignarhlutinn og aflar m.a. upplýsinga um raunverulega eigendur þeirra,“ segir í tilkynningunni.Verða að upplýsa um nöfn þeirra sem eiga meira en 1% Fjárfestahópurinn hefur síðar á árinu kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum sem þýðir að sumir sjóðanna gætu þá eignast meira en 10 prósenta hlut í bankanum og þar með þurft að fá samþykki í FME til að fara með virkan eignarhlut. Í einkaviðtali sem Fréttablaðið birti í dag við Frank Brosens, stofnanda og eigenda Taconic Capital, sem hefur eignast 9,99 prósenta hlut í bankanum, segir hann aðspurður að sjóðurinn muni ákveða þegar að því kemur hvort kauprétturinn verði nýttur en hins vegar „munum við hefja núna strax það ferli með Fjármálaeftirlitinu hvort við fáum samþykki þess til að fara mögulega með virkan eignarhlut í bankanum.“ Þá vekur FME jafnframt athygli á því í tilkynningunni að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni. „Sé lögaðili eigandi hlutafjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila.“Uppfært kl: 18:26: Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að „ónákvæmni“ hafi gætt í frétt stofnunarinnar fyrr í dag þar sem fjallað var um kaup fjárfesta á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka. „Í fréttinni sagði að umræddum hlutum fylgdi ekki atkvæðisréttur, en hið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða.“ Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu (FME) en þar segir að kaupin hafi ekki áhrif á skilyrði sem FME setti árið 2010 fyrir virkum eignarhlut Kaupþings í gegnum eignarhaldsfélagið Kaupskil í bankanum. Þau skilyrði meðal annars „takmarka verulega áhrif hluthafa Kaupþings á stjórnun bankans, en umræddir fjárfestar fara beint eða óbeint með eignarhlut í Kaupþingi. Fjármálaeftirlitið hefur áskilið sér rétt til að taka upp ofangreind skilyrði og hefur sett fram tímamörk í því skyni. Umræddum eignarhlutum fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu,“ segir í tilkynningu FME. Þá bendir stofnunin á að með kaupum fjárfestanna á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka myndast ekki nýr virkur eignarhlutur þar sem enginn þeirra fer með meira en 10 prósenta hlut. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fjármálafyrirtæki sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags. Fjármálaeftirlitið segist hafa verið upplýst um kaup á eignarhlut í Arion banka og verið í aðdraganda þeirra í samskiptum við viðeigandi aðila, líkt og Fréttablaðið greindi meðal annars frá í lok febrúar. „Þá á Fjármálaeftirlitið von á tilkynningum um virka eignarhluti í Arion banka vegna mögulegs aukins eignarhlutar. Á grundvelli slíkra tilkynninga leggur Fjármálaeftirlitið mat á hæfi aðila til að fara með eignarhlutinn og aflar m.a. upplýsinga um raunverulega eigendur þeirra,“ segir í tilkynningunni.Verða að upplýsa um nöfn þeirra sem eiga meira en 1% Fjárfestahópurinn hefur síðar á árinu kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum sem þýðir að sumir sjóðanna gætu þá eignast meira en 10 prósenta hlut í bankanum og þar með þurft að fá samþykki í FME til að fara með virkan eignarhlut. Í einkaviðtali sem Fréttablaðið birti í dag við Frank Brosens, stofnanda og eigenda Taconic Capital, sem hefur eignast 9,99 prósenta hlut í bankanum, segir hann aðspurður að sjóðurinn muni ákveða þegar að því kemur hvort kauprétturinn verði nýttur en hins vegar „munum við hefja núna strax það ferli með Fjármálaeftirlitinu hvort við fáum samþykki þess til að fara mögulega með virkan eignarhlut í bankanum.“ Þá vekur FME jafnframt athygli á því í tilkynningunni að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni. „Sé lögaðili eigandi hlutafjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila.“Uppfært kl: 18:26: Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að „ónákvæmni“ hafi gætt í frétt stofnunarinnar fyrr í dag þar sem fjallað var um kaup fjárfesta á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka. „Í fréttinni sagði að umræddum hlutum fylgdi ekki atkvæðisréttur, en hið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða.“
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira