Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu.
Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður, stýrir umræðum.
Sigmundur Davíð segir ríkisstjórnina algjörlega óundirbúna og stefnulausa um framtíð fjármálakerfisis og skilur lítið í því hversu menn eru „kátir með að ríkið sé komið í bisness með frægum vogunarsjóðum.“
Óli Björn segir hinsvegar í Morgunblaðinu í dag að kaup að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, á tæplega 30 prósenta hlut í Arion sýni trú erlendra aðila á íslensku efnahagslífi.
Ekki missa af hressilegum umræðum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast á slaginu 18.30, að vanda.
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni
Ólöf Skaftadóttir skrifar

Mest lesið

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB
Viðskipti erlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Íbúðum í byggingu fækkar
Viðskipti innlent

Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista
Viðskipti innlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Um forvitna yfirmanninn
Atvinnulíf