Glamour

Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós

Ritstjórn skrifar
Brúðarkjólarnir eru klassískir og flottir.
Brúðarkjólarnir eru klassískir og flottir. Mynd/Topshop
Þann 13.apríl mun loksins fara á sölu sérstök brúðarkjólalína frá Topshop. Kjólalínan verður í ódýrari kantinum þar sem ódýrasti kjóllinn mun kosta 350 pund en sá dýrasti 795 pund. Það verður að teljast ansi vel sloppið miðað við flottan brúðarkjól. 

Eins og má sjá á myndunum hér fyrir neðan eru kjólanir fjölbreyttir í sniðum og því ættu allir að finna stíl við sitt hæfi. 

Ásamt því að gefa út brúðarkjóla verður einnig sér lína af kjólum fyrir brúðarmeyjar. Samhliða kjólunum munu svo fara á sölu sérstök undirföt fyrir stóra daginn sem og skór sem passa við brúðarkjólanna. Topshop ætlar sér greinilega að verða mikilvægur viðkomustaður þegar að það kemur að brúðkaupsundirbúninginum.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.