Framleiðsla á skyri MS og fjárfesta hafin í New York Haraldur Guðmundsson skrifar 29. mars 2017 07:30 Skrifstofa Icelandic Provisions er á 19. hæð skýjakljúfs við Broadway í fjármálahverfi Manhattan. Vísir/EPA Mjólkursamsalan (MS) og aðrir eigendur Icelandic Provisions Inc. hófu framleiðslu á skyri fyrir Bandaríkjamarkað í uppsveitum New York í síðasta mánuði. Rétt tæplega 20 milljóna dollara, jafnvirði um 2,2 milljarða króna, hlutafjársöfnun bandaríska fyrirtækisins lauk um síðustu áramót og er skyrið nú selt í 3.300 verslunum vestanhafs.Ari Edwald, forstjóriSala á skyri Icelandic Provisions í Bandaríkjunum hófst fyrir rúmu ári. Skyrið var þá flutt út frá afurðastöð MS á Selfossi en er nú framleitt í bænum Batavia. MS á 18 prósenta hlut í bandaríska fyrirtækinu en hluthafahópurinn samanstendur einnig af fjárfestingasjóðnum Polaris Founders Capital í Boston og fimmtán íslenskum einkafjárfestum. Fjárfestarnir Hallbjörn Karlsson og Davíð Freyr Albertsson eru í þeim hópi og sitja í stjórn Icelandic Provisions ásamt Ara Edwald, forstjóra MS, og fulltrúum Polaris. „MS hefur um þó nokkuð skeið selt skyr í Bandaríkjunum undir eigin merki í takmörkuðum fjölda verslana. Það var alltaf markmiðið að færa framleiðsluna til Bandaríkjanna þegar salan færi á skrið og þetta hefur farið mjög vel af stað en upphaflega stóð til að þessi flutningur á framleiðslunni myndi eiga sér stað í júlí á þessu ári,“ segir Ari Edwald í samtali við Markaðinn. Icelandic Provisions seldi að sögn Ara um 500 tonn af skyri í fyrra. Til samanburðar framleiðir MS 2.500 til 3.000 tonn fyrir innanlandsmarkað á ári.Skyrið fæst í þrettán bragðtegundum.„Þetta eru ekki stórar heildartölur enn sem komið er miðað við stærð bandaríska markaðarins. En við gerum ráð fyrir að fjöldi verslana meira en tvöfaldist á þessu ári. Sérfræðingar frá Mjólkursamsölunni komu framleiðslunni af stað í samvinnu við starfsmenn Icelandic Provisions. Skyrið er framleitt með okkar aðferðum og okkar gerli.“ Um er að ræða skyr með sjö mismunandi bragðtegundum. Það er selt í verslunum á borð við Whole Foods á austurströndinni og Safeway á vesturströnd Bandaríkjanna. Vinsældir skyrs þar í landi hafa aukist mikið síðustu ár og eins og kom fram í viðtali Markaðarins við Sigurð Kjartan Hilmarsson, stofnanda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York, í síðustu viku er varan Siggi’s Skyr nú seld í 25.000 verslunum vestanhafs. „Það er augljóslega áhugi á skyrinu, og markaðurinn er stór, og okkar vöru hefur verið mjög vel tekið,“ segir Ari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) og aðrir eigendur Icelandic Provisions Inc. hófu framleiðslu á skyri fyrir Bandaríkjamarkað í uppsveitum New York í síðasta mánuði. Rétt tæplega 20 milljóna dollara, jafnvirði um 2,2 milljarða króna, hlutafjársöfnun bandaríska fyrirtækisins lauk um síðustu áramót og er skyrið nú selt í 3.300 verslunum vestanhafs.Ari Edwald, forstjóriSala á skyri Icelandic Provisions í Bandaríkjunum hófst fyrir rúmu ári. Skyrið var þá flutt út frá afurðastöð MS á Selfossi en er nú framleitt í bænum Batavia. MS á 18 prósenta hlut í bandaríska fyrirtækinu en hluthafahópurinn samanstendur einnig af fjárfestingasjóðnum Polaris Founders Capital í Boston og fimmtán íslenskum einkafjárfestum. Fjárfestarnir Hallbjörn Karlsson og Davíð Freyr Albertsson eru í þeim hópi og sitja í stjórn Icelandic Provisions ásamt Ara Edwald, forstjóra MS, og fulltrúum Polaris. „MS hefur um þó nokkuð skeið selt skyr í Bandaríkjunum undir eigin merki í takmörkuðum fjölda verslana. Það var alltaf markmiðið að færa framleiðsluna til Bandaríkjanna þegar salan færi á skrið og þetta hefur farið mjög vel af stað en upphaflega stóð til að þessi flutningur á framleiðslunni myndi eiga sér stað í júlí á þessu ári,“ segir Ari Edwald í samtali við Markaðinn. Icelandic Provisions seldi að sögn Ara um 500 tonn af skyri í fyrra. Til samanburðar framleiðir MS 2.500 til 3.000 tonn fyrir innanlandsmarkað á ári.Skyrið fæst í þrettán bragðtegundum.„Þetta eru ekki stórar heildartölur enn sem komið er miðað við stærð bandaríska markaðarins. En við gerum ráð fyrir að fjöldi verslana meira en tvöfaldist á þessu ári. Sérfræðingar frá Mjólkursamsölunni komu framleiðslunni af stað í samvinnu við starfsmenn Icelandic Provisions. Skyrið er framleitt með okkar aðferðum og okkar gerli.“ Um er að ræða skyr með sjö mismunandi bragðtegundum. Það er selt í verslunum á borð við Whole Foods á austurströndinni og Safeway á vesturströnd Bandaríkjanna. Vinsældir skyrs þar í landi hafa aukist mikið síðustu ár og eins og kom fram í viðtali Markaðarins við Sigurð Kjartan Hilmarsson, stofnanda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York, í síðustu viku er varan Siggi’s Skyr nú seld í 25.000 verslunum vestanhafs. „Það er augljóslega áhugi á skyrinu, og markaðurinn er stór, og okkar vöru hefur verið mjög vel tekið,“ segir Ari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira