Sjö þúsund verkamenn á næstu árum sem toppar árin fyrir hrun Sæunn Gísladóttir skrifar 29. mars 2017 07:00 Mesti skorturinn á vinnuafli er í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í Hagspánni. vísir/vilhelm Á þessu ári og fram til ársins 2019 mun starfandi fólki á vinnumarkaði fjölga um tæplega 15 þúsund samkvæmt nýrri hagspá Arion banka. Gert er að ráð fyrir að rúmlega 7 þúsund þeirra muni koma frá útlöndum, miðað við forsendur um hagvöxt.Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarvinnuafli gæti því samkvæmt spánni orðið hærra en uppsveifluárin 2007 eða 2008. „Þetta er byggt á mjög ströngum forsendum sem við erum að gefa okkur um bæði atvinnuþátttöku og framleiðni vinnuafls og hvernig það mun þróast. Við höfum séð atvinnuleysi fara lengra niður, ef það gerist þá þarf kannski ekki að flytja inn alveg jafn mikið vinnuafl. En til að geta unnið að þessum gríðarlega hagvexti þá þarf að koma til innflutningur á vinnuafli,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mest skortir vinnuafl í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í hagspánni. Einnig er mikil eftirspurn í ferðaþjónustu, iðnaði og framleiðslu og ýmiss konar sérhæfðri þjónustu. Erna telur að ef hlutfall erlends vinnuafls verður hærra en í aðdraganda hrunsins skýrist það helst af lengra uppsveiflutímabili nú en síðast. Í hagspánni kemur fram að hagvöxtur á síðasta ári kom greiningaraðilum í opna skjöldu. Landsframleiðslan jókst um 7,2 prósent árið 2016 og spáir greiningardeildin áframhaldandi kröftugum hagvexti, eða um 5,9 prósentum á þessu ári. Vöxturinn verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu. „Stærstu fréttirnar í hagspánni eru hversu mikill kraftur er í hagkerfinu, hversu hagfelld þróunin hefur verið, og sérstaklega hvernig hagvöxturinn er samsettur. Árin 2018 og 2019 er svipaður vöxtur á innflutningi og útflutningi þannig að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er ekki neikvætt, heldur hlutlaust ef svo má að orði komast,“ segir Erna. Spáð er að þó muni hægja á hagvexti á komandi árum og hann mælast 3 prósent árið 2018 og 2,9 prósent árið 2019. Erna segir að það sem skýri það aðallega sé að atvinnuvegafjárfesting dragist saman á næsta ári. „Það má ekki túlka það sem svo að við séum að spá að það verði lítil fjárfesting, heldur dregur úr vextinum,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Á þessu ári og fram til ársins 2019 mun starfandi fólki á vinnumarkaði fjölga um tæplega 15 þúsund samkvæmt nýrri hagspá Arion banka. Gert er að ráð fyrir að rúmlega 7 þúsund þeirra muni koma frá útlöndum, miðað við forsendur um hagvöxt.Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarvinnuafli gæti því samkvæmt spánni orðið hærra en uppsveifluárin 2007 eða 2008. „Þetta er byggt á mjög ströngum forsendum sem við erum að gefa okkur um bæði atvinnuþátttöku og framleiðni vinnuafls og hvernig það mun þróast. Við höfum séð atvinnuleysi fara lengra niður, ef það gerist þá þarf kannski ekki að flytja inn alveg jafn mikið vinnuafl. En til að geta unnið að þessum gríðarlega hagvexti þá þarf að koma til innflutningur á vinnuafli,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mest skortir vinnuafl í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í hagspánni. Einnig er mikil eftirspurn í ferðaþjónustu, iðnaði og framleiðslu og ýmiss konar sérhæfðri þjónustu. Erna telur að ef hlutfall erlends vinnuafls verður hærra en í aðdraganda hrunsins skýrist það helst af lengra uppsveiflutímabili nú en síðast. Í hagspánni kemur fram að hagvöxtur á síðasta ári kom greiningaraðilum í opna skjöldu. Landsframleiðslan jókst um 7,2 prósent árið 2016 og spáir greiningardeildin áframhaldandi kröftugum hagvexti, eða um 5,9 prósentum á þessu ári. Vöxturinn verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu. „Stærstu fréttirnar í hagspánni eru hversu mikill kraftur er í hagkerfinu, hversu hagfelld þróunin hefur verið, og sérstaklega hvernig hagvöxturinn er samsettur. Árin 2018 og 2019 er svipaður vöxtur á innflutningi og útflutningi þannig að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er ekki neikvætt, heldur hlutlaust ef svo má að orði komast,“ segir Erna. Spáð er að þó muni hægja á hagvexti á komandi árum og hann mælast 3 prósent árið 2018 og 2,9 prósent árið 2019. Erna segir að það sem skýri það aðallega sé að atvinnuvegafjárfesting dragist saman á næsta ári. „Það má ekki túlka það sem svo að við séum að spá að það verði lítil fjárfesting, heldur dregur úr vextinum,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira