Fella niður dómsmál og greiða 835 milljónir í bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. mars 2017 15:03 Höfuðstöðvar VÍS. Vísir/Anton Brink VÍS hefur í samráði við endurtryggjendur, komist að samkomulagi við stjórn Lífsverks lífeyrissjóðs og aðra málsaðila um að fella niður dómsmál sem áfrýjað hafði verið til Hæstaréttar með greiðslu samkomulagsbóta að fjárhæð 835 milljónir króna.Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til kauphallar. Þar segir að Lífsverk, sem er lífeyrissjóður háskólamenntaðra, hafi höfðað mál gegn VÍS og fyrrum stjórnendum lífeyrissjóðsins á síðasta ári. Sjóðurinn krafðist greiðslu skaðabóta úr ábyrgðartryggingu hjá VÍS vegna starfa stjórnar og stjórnenda lífeyrissjóðsins á árinu 2008. Í apríl á síðasta ári komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að VÍS bæri að greiða sjóðnum rúmar 852 milljónir en að auki rúmar 754 milljónir í vexti og dráttarvexti, samtals um 1,6 milljarð króna. Í tilkynningu VÍS segir að við undirbúning áfrýjunar til Hæstaréttar síðasta sumar kom í ljós ákveðin óvissa um afstöðu endurtryggjenda til þátttöku þeirra í greiðslu vaxta umfram hámarksfjárhæð vátryggingarinnar. Þeir töldu sér ekki skylt að taka þátt í greiðslu vaxta og kostnaði félagsins umfram hámarksfjárhæð vátryggingarinnar, að frádreginni eigin áhættu VÍS sem er 15 prósent. VÍS taldi þó að endurtryggjendum bæri að öllu leyti að fylgja þeim skuldbindingum VÍS sem kynnu að stofnast við dóm Hæstaréttar, samkvæmt ákvæði í endurtryggingasamningi. Vegna endurtrygginga nemur hlutur VÍS 15% af heildar samningsbótum eða um 125 milljónir kr., sem er innan þess kostnaðar sem gert hafði verið ráð fyrir í tjónaskuld hefði málið tapast fyrir Hæstarétti. Greiðsla VÍS felur í sér heildargreiðslu og uppgjör á öllum kröfum á hendur félaginu vegna málsins „Óvissu um endanlega niðurstöðu málsins hefur nú verið eytt og telur VÍS að niðurstaðan sé góð fyrir alla samningsaðila. Með samkomulaginu fallast samningsaðilar á að þeir eigi engar frekari kröfur á hendur hvor öðrum. Samkomulagið felur ekki í sér í viðurkenningu á bótaskyldu eða röksemdum gagnaðila,“ segir í tilkynningu VÍS. Tengdar fréttir Vís greiðir 1,3 milljarða í bætur til Lífsverks 26. apríl 2016 19:15 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
VÍS hefur í samráði við endurtryggjendur, komist að samkomulagi við stjórn Lífsverks lífeyrissjóðs og aðra málsaðila um að fella niður dómsmál sem áfrýjað hafði verið til Hæstaréttar með greiðslu samkomulagsbóta að fjárhæð 835 milljónir króna.Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til kauphallar. Þar segir að Lífsverk, sem er lífeyrissjóður háskólamenntaðra, hafi höfðað mál gegn VÍS og fyrrum stjórnendum lífeyrissjóðsins á síðasta ári. Sjóðurinn krafðist greiðslu skaðabóta úr ábyrgðartryggingu hjá VÍS vegna starfa stjórnar og stjórnenda lífeyrissjóðsins á árinu 2008. Í apríl á síðasta ári komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að VÍS bæri að greiða sjóðnum rúmar 852 milljónir en að auki rúmar 754 milljónir í vexti og dráttarvexti, samtals um 1,6 milljarð króna. Í tilkynningu VÍS segir að við undirbúning áfrýjunar til Hæstaréttar síðasta sumar kom í ljós ákveðin óvissa um afstöðu endurtryggjenda til þátttöku þeirra í greiðslu vaxta umfram hámarksfjárhæð vátryggingarinnar. Þeir töldu sér ekki skylt að taka þátt í greiðslu vaxta og kostnaði félagsins umfram hámarksfjárhæð vátryggingarinnar, að frádreginni eigin áhættu VÍS sem er 15 prósent. VÍS taldi þó að endurtryggjendum bæri að öllu leyti að fylgja þeim skuldbindingum VÍS sem kynnu að stofnast við dóm Hæstaréttar, samkvæmt ákvæði í endurtryggingasamningi. Vegna endurtrygginga nemur hlutur VÍS 15% af heildar samningsbótum eða um 125 milljónir kr., sem er innan þess kostnaðar sem gert hafði verið ráð fyrir í tjónaskuld hefði málið tapast fyrir Hæstarétti. Greiðsla VÍS felur í sér heildargreiðslu og uppgjör á öllum kröfum á hendur félaginu vegna málsins „Óvissu um endanlega niðurstöðu málsins hefur nú verið eytt og telur VÍS að niðurstaðan sé góð fyrir alla samningsaðila. Með samkomulaginu fallast samningsaðilar á að þeir eigi engar frekari kröfur á hendur hvor öðrum. Samkomulagið felur ekki í sér í viðurkenningu á bótaskyldu eða röksemdum gagnaðila,“ segir í tilkynningu VÍS.
Tengdar fréttir Vís greiðir 1,3 milljarða í bætur til Lífsverks 26. apríl 2016 19:15 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira