Handbolti

Þórey Rósa og Einar Ingi á heimleið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Landsliðskonan Þórey Rósa verður ekki í vandræðum með að finna sér nýtt félag.
Landsliðskonan Þórey Rósa verður ekki í vandræðum með að finna sér nýtt félag. vísir/ernir

Handboltaparið Þórey Rósa Stefánsdóttir og Einar Ingi Hrafnsson munu kveðja Noreg eftir tímabilið og flytja heim til Íslands ásamt ungum syni þeirra.

Þórey Rósa hefur spilað með Vipers en Einar Ingi er í herbúðum Arendal.

„Það er margt sem kemur til og þetta var erfið ákvörðun,“ segir Einar Ingi við heimasíðu Arendal.

„Nú vil ég klára minn feril hérna með sigri í úrslitakeppninni. Ég er stoltur af því að hafa spilað hérna. Ég elska borgina og hér hef ég eignast vini fyrir lífstíð.“

Það er ljóst að liðin á Íslandi munu slást um þjónustu þeirra enda bæði ákaflega öflug.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.