7 ráð um nektarmyndir á netinu María Bjarnadóttir skrifar 17. mars 2017 07:00 1) Virtu friðhelgi þína og annarra.2) Áður en þú sendir einhverjum nektarmynd af þér, vertu nokkuð viss um að móttakandinn hafi áhuga á að fá hana. Til dæmis getur þú sent skilaboð og sagt: má bjóða þér dickpick? Ef svarið er jákvætt er óhætt að senda myndina. Án samþykkis getur sendingin verið brot á lögum.3) Fáir þú senda nektarsjálfsmynd af einhverjum öðrum mátt þú ekki sýna hana, áframsenda eða setja á netið án leyfis þess sem er á myndinni. Það er brot á lögum og getur varðað 4 ára fangelsisvist. Sama getur gilt þegar þú færð myndina áframsenda frá öðrum.4) Takir þú í leyfisleysi nektarmynd eða vídeó af öðrum, ertu að brjóta lög. Ef þú sendir eða sýnir einhverjum öðrum efnið eða setur það á netið ertu líka að brjóta lög.5) Ef þú ferð inn á síma, ský eða eitthvert annað rafrænt svæði og nærð þar í efni, til dæmis nektarmyndir, sem þú átt ekki, þá er það lögbrot. Það er svo sérstakt brot að deila eða dreifa því.6) Hafi einhver deilt nektarmynd af þér í leyfisleysi skaltu hafa samband við lögregluna. Taktu líka skjáskot af öllu sem þú heldur að geti gagnast. Erfiðast við svona mál er sönnunin, en hún er ekki ómöguleg. Þegar lögreglan telur það óhætt, er hægt að hafa samband við síðuna sem efnið er vistað á eða samfélagsmiðilinn sem því var dreift í gegnum og biðja um aðstoð við að koma í veg fyrir frekari birtingu.7) Ekki opna fréttir af stolnum nektarmyndum fræga fólksins og ekki skoða þannig myndir. Þá verður minni fjárhagslegur ávinningur af því að stela og dreifa þannig efni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun
1) Virtu friðhelgi þína og annarra.2) Áður en þú sendir einhverjum nektarmynd af þér, vertu nokkuð viss um að móttakandinn hafi áhuga á að fá hana. Til dæmis getur þú sent skilaboð og sagt: má bjóða þér dickpick? Ef svarið er jákvætt er óhætt að senda myndina. Án samþykkis getur sendingin verið brot á lögum.3) Fáir þú senda nektarsjálfsmynd af einhverjum öðrum mátt þú ekki sýna hana, áframsenda eða setja á netið án leyfis þess sem er á myndinni. Það er brot á lögum og getur varðað 4 ára fangelsisvist. Sama getur gilt þegar þú færð myndina áframsenda frá öðrum.4) Takir þú í leyfisleysi nektarmynd eða vídeó af öðrum, ertu að brjóta lög. Ef þú sendir eða sýnir einhverjum öðrum efnið eða setur það á netið ertu líka að brjóta lög.5) Ef þú ferð inn á síma, ský eða eitthvert annað rafrænt svæði og nærð þar í efni, til dæmis nektarmyndir, sem þú átt ekki, þá er það lögbrot. Það er svo sérstakt brot að deila eða dreifa því.6) Hafi einhver deilt nektarmynd af þér í leyfisleysi skaltu hafa samband við lögregluna. Taktu líka skjáskot af öllu sem þú heldur að geti gagnast. Erfiðast við svona mál er sönnunin, en hún er ekki ómöguleg. Þegar lögreglan telur það óhætt, er hægt að hafa samband við síðuna sem efnið er vistað á eða samfélagsmiðilinn sem því var dreift í gegnum og biðja um aðstoð við að koma í veg fyrir frekari birtingu.7) Ekki opna fréttir af stolnum nektarmyndum fræga fólksins og ekki skoða þannig myndir. Þá verður minni fjárhagslegur ávinningur af því að stela og dreifa þannig efni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun