Forystuþjóð Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé skrifar 1. mars 2017 07:00 Viðtalsbókin Forystuþjóð eftir Eddu Hermannsdóttur og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur kom út 16. febrúar síðastliðinn. Bókin er mjög glæsileg, bæði að umfangi og efni, og óska ég höfundum innilega til hamingju með hana. Í kjölfarið hefur verið mikil umræða um stöðu jafnréttismála á Íslandi sem er af hinu góða. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er einn viðmælenda í bókinni. Vigdís, sem var fyrsta konan í heiminum til að vera kosin forseti í lýðræðislegri kosningu fyrir 37 árum, ruddi jafnréttisbrautina bæði á Íslandi sem og í heiminum. Hún var og er glæsileg fyrirmynd og hefur hjálpað mörgum konum úti um allan heim. Vigdís segir í bókinni að Kvennaskeiðið sé rétt að hefjast. Hún segir það ekki hafið heldur sé það enn þá á þröskuldinum. Kjarninn gerði nú í febrúar úttekt á stöðu kvenna sem stjórnenda á fjármálamarkaði. Niðurstaðan er mjög sláandi. Konur eru einungis 9% stjórnenda á fjármálamarkaði og það er engin kona forstjóri fyrir skráðu félagi á hlutabréfamarkaði á Íslandi. Auk þess eru aðeins karlar sem stýra stærstu lífeyrissjóðum landsins. Æðstu stjórnendur Seðlabankans, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forstjóri Kauphallarinnar eru karlmenn. Þetta eru allt staðreyndir dagsins í dag, árið 2017. Samkvæmt rannsókn sem var gerð á vegum aðgerðahóps um launajafnrétti og í samráði við Hagstofu Íslands og kynnt í maí 2015 þá er mat á kynbundnum launamun á vinnumarkaði 7,6%. Á almenna markaðinum er munurinn 7,9% en 7,0% á opinbera markaðinum. Þó okkur sé að miða í rétta átt og launamunur sé meiri í eldri aldurshópum en yngri þá er þetta algjörlega óásættanlegt. Hvað er til ráða? Margir segja að konur þurfi að deila meira ábyrgðinni heima fyrir. Aðrir segja að konur skorti kjark og „pung“ til að láta í sér heyra. Í tengslum við þessa umræðu voru margar konur sem stigu fram með eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook og var greinarhöfundur ein af þeim: Í ljósi umræðu í fjölmiðlum vil ég taka fram að ég er tilbúin að takast á við ábyrgðarstörf í íslensku atvinnulífi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun
Viðtalsbókin Forystuþjóð eftir Eddu Hermannsdóttur og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur kom út 16. febrúar síðastliðinn. Bókin er mjög glæsileg, bæði að umfangi og efni, og óska ég höfundum innilega til hamingju með hana. Í kjölfarið hefur verið mikil umræða um stöðu jafnréttismála á Íslandi sem er af hinu góða. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er einn viðmælenda í bókinni. Vigdís, sem var fyrsta konan í heiminum til að vera kosin forseti í lýðræðislegri kosningu fyrir 37 árum, ruddi jafnréttisbrautina bæði á Íslandi sem og í heiminum. Hún var og er glæsileg fyrirmynd og hefur hjálpað mörgum konum úti um allan heim. Vigdís segir í bókinni að Kvennaskeiðið sé rétt að hefjast. Hún segir það ekki hafið heldur sé það enn þá á þröskuldinum. Kjarninn gerði nú í febrúar úttekt á stöðu kvenna sem stjórnenda á fjármálamarkaði. Niðurstaðan er mjög sláandi. Konur eru einungis 9% stjórnenda á fjármálamarkaði og það er engin kona forstjóri fyrir skráðu félagi á hlutabréfamarkaði á Íslandi. Auk þess eru aðeins karlar sem stýra stærstu lífeyrissjóðum landsins. Æðstu stjórnendur Seðlabankans, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forstjóri Kauphallarinnar eru karlmenn. Þetta eru allt staðreyndir dagsins í dag, árið 2017. Samkvæmt rannsókn sem var gerð á vegum aðgerðahóps um launajafnrétti og í samráði við Hagstofu Íslands og kynnt í maí 2015 þá er mat á kynbundnum launamun á vinnumarkaði 7,6%. Á almenna markaðinum er munurinn 7,9% en 7,0% á opinbera markaðinum. Þó okkur sé að miða í rétta átt og launamunur sé meiri í eldri aldurshópum en yngri þá er þetta algjörlega óásættanlegt. Hvað er til ráða? Margir segja að konur þurfi að deila meira ábyrgðinni heima fyrir. Aðrir segja að konur skorti kjark og „pung“ til að láta í sér heyra. Í tengslum við þessa umræðu voru margar konur sem stigu fram með eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook og var greinarhöfundur ein af þeim: Í ljósi umræðu í fjölmiðlum vil ég taka fram að ég er tilbúin að takast á við ábyrgðarstörf í íslensku atvinnulífi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun