Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur-Tindastóll 81-88 | Stólarnir sterkari í lokin Gunnhildur Lind Hansdóttir í Borgarnesi skrifar 2. mars 2017 22:15 Pétur Rúnar Birgisson. Vísir/Anton Borgnesingar bitu frá sér á móti Tindastól í kvöld og tvö stig hefðu komið sér afar vel í baráttunni fyrir sæti í deildinni. Ekki síður mikilvægt var fyrir Tindastól að fá stigin tvö sem sýndu styrk sinn í lokaleikhlutanum, tryggðu sér sjö stiga sigur, 88-81, og eru því enn með á fullu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Gífurleg stemmning var í stút-fullu Fjósinu í kvöld og höfðu þó nokkrir Sauðkræklingar gert sér ferð vestur í Borgarnes. Leikurinn fór strax á hátt spennustig sem að áhorfendur kynntu undir með látum, drumbuslætti og peppi. Heimamenn voru skrefinu á undan nánast allan leikinn og komust mest í 7 stiga forystu. Það var ekki fyrr en í lok þriðja hluta að Stólarnir fóru að spýta í lófana og breyttu stöðunni úr 63-56 fyrir heimamenn i 65-62. Í upphafi fjórða leikhluta byrjuðu svo gestirnir betur og komust mest sex stigum yfir í 75-69 en Borgnesingum tókst að jafna metin í 77-77 þegar um 2 mínútur voru eftir af leiktíma. Þá komu fimm stig í röð frá Stólunum og kláruðu þeir svo leikinn á vítalínunni.Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll landaði sigrinum í lokin vegna þess að þeir voru að setja niður mikilvæg vítaskot í lokin sem og Skallagrímur fór að geiga úr stóru skotunum. Einnig var góð og þétt vörn gestanna í seinni hálfleik sem að gerði heimamönnum erfitt fyrir í endann.Bestu menn vallarins? Antonio Hester og Pétur Rúnar Birgisson fóru fyrir sínum mönnum í kvöld, Hester var með 28 stig og 12 fráköst og Pétur Rúnar skoraði 26 stig auk þess að taka 6 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Hjá Skallagrím var tvíeykið Flenard Whitfield og S. Arnar sem að leiddu sína menn áfram. Flenard skoraði 25 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Sigtryggur Arnar Björnsson var með 21 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Darrell Flake reyndist heimamönnum mikilvægur á spennu köflum í leiknum. Hann skilaði inn 15 stigum og 8 fráköstum.Tölfræðin sem vakti athygli? Bæði lið voru að hitta gífurlega vel í fyrri hálfleik. Tveggja stiga nýting beggja liða var yfir 50% enda hátt skor í fyrri hálfleik og frákasta tölur lágar. Færi voru vel nýtt og þá kemur kannski ekki á óvart að frákasta mikill maður eins og Flenard Whitfield var einungis með þrjú fráköst, sem verður samt sem áður að teljast ansi lágt þegar hann tekur að meðaltali yfir 10 í leik. Magnús Þór Gunnarsson var ekki á skot skónnum í kvöld. Ekkert af sjö þriggja stiga skotunum hans vildu ofan í.Önnur tölfræði í leiknum var keimlík á milli liðanna.Hvað gekk illa? Það gekk illa í lok leiks fyrir Skallagrím að klára færin sín. Sóknin fór að stirna upp þegar leið á og var oft á tímum þvinguð. Þó svo að þeir hafi átt frábæran leik og áttu svo sannarlega skilinn sigur í kvöld þá vantar þennan herslumun og töffaraskap til að klára þessa spennu leiki. Israel: okkar einkenni er sterk og skipulögð vörn Israel Martin þjálfari Stólanna var ánægður heilt yfir með leik sinna manna en fannst óþarflega mikið ósamræmi í varnarleiknum milli fyrri og seinni hálfleiks. „Við fáum á okkur 50 stig í fyrri hálfleik, sem er alltof mikið. Okkar einkenni er sterk og skipulögð vörn. Við vorum fjarri því í fyrri hálfleik, oft seinir á milli staða, illa stigið út og við vorum að gefa heimamönnum alltof mikið af auka tækifærum til að skora,” sagði Israel um varnarleikinn í kvöld. „Í Seinni hálfleik fengum við svo bara 38 stig á okkur, þannig við náðum að gera betur og bæta okkur. Ég er sáttur með það.” Fjósið hefur reynst mörgum erfitt framan af en í kvöld virtist það ekki hafa haft stór áhrif á Stólana. „Skallagrímur spiluðu vel og þurftu á sigri að halda alveg eins og við. Við bjuggumst við hörkuleik frá þeim. Þeir eru með leikmenn sem er mjög erfitt að eiga við og það er erfitt að spila í þessari grifju með áhorfendurna svona yfir sér. Við náðum samt að berjast í gegnum þetta og uppskárum sigur.” Nú eru einungis tveir leikir eftir í deildinni og vegur mikið á hverjum leik sérstaklega þegar menn eru í baráttu um toppsætið eins og Tindastóll. Hann Israel er lítið að hugsa um það og vill einbeita sér að núinu, passa að sínir drengir fái næga hvíld fyrir Grindavíkurleikinn á Sunnudaginn. „Ég er ekkert mikið að spá í framhaldinu, heldur bara að einbeita mér að því sem er í gangi í dag. Við sjáum svo hvernig þetta stokkast þegar allir leikur eru búnir,” sagði Isreal hógvær að lokum.Finnur: Ég er hundfúll Sigurinn hefði hæglega getað dottið Skallagríms megin í kvöld en það voru loka mínúturnar sem reyndust heimamönnum erfiðar og var Finnur heldur fúll á að sjá í lok leiks. „Ég er hundfúll. Mér fannst við ekki síður eiga skilið sigur frekar en þeir. Þeir tóku hann að þessu sinni og við verðum bara að taka því,” sagði Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms við blaðamann Vísis eftir leik. „Við fáum galopin skot í endann og hittum því miður ekki úr þeim. Þeir setja sín skot niður. Svo er minna og minna eftir af leiktíma við förum að taka sjénsa sem ganga ekki upp og þannig brúar bilið enn fremur.” Skallagrímsmenn spiluðu flottan leik í kvöld og leiddu nánast allan leikinn og sagðist Finnur vera ákaflega stoltur af sínum strákum. „Þeir komu tilbúnir og vel skipulagðir inn í leikinn. Bara því miður datt þetta ekki okkar megin í kvöld,” sagður þjálfari Borgnesinga að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Borgnesingar bitu frá sér á móti Tindastól í kvöld og tvö stig hefðu komið sér afar vel í baráttunni fyrir sæti í deildinni. Ekki síður mikilvægt var fyrir Tindastól að fá stigin tvö sem sýndu styrk sinn í lokaleikhlutanum, tryggðu sér sjö stiga sigur, 88-81, og eru því enn með á fullu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Gífurleg stemmning var í stút-fullu Fjósinu í kvöld og höfðu þó nokkrir Sauðkræklingar gert sér ferð vestur í Borgarnes. Leikurinn fór strax á hátt spennustig sem að áhorfendur kynntu undir með látum, drumbuslætti og peppi. Heimamenn voru skrefinu á undan nánast allan leikinn og komust mest í 7 stiga forystu. Það var ekki fyrr en í lok þriðja hluta að Stólarnir fóru að spýta í lófana og breyttu stöðunni úr 63-56 fyrir heimamenn i 65-62. Í upphafi fjórða leikhluta byrjuðu svo gestirnir betur og komust mest sex stigum yfir í 75-69 en Borgnesingum tókst að jafna metin í 77-77 þegar um 2 mínútur voru eftir af leiktíma. Þá komu fimm stig í röð frá Stólunum og kláruðu þeir svo leikinn á vítalínunni.Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll landaði sigrinum í lokin vegna þess að þeir voru að setja niður mikilvæg vítaskot í lokin sem og Skallagrímur fór að geiga úr stóru skotunum. Einnig var góð og þétt vörn gestanna í seinni hálfleik sem að gerði heimamönnum erfitt fyrir í endann.Bestu menn vallarins? Antonio Hester og Pétur Rúnar Birgisson fóru fyrir sínum mönnum í kvöld, Hester var með 28 stig og 12 fráköst og Pétur Rúnar skoraði 26 stig auk þess að taka 6 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Hjá Skallagrím var tvíeykið Flenard Whitfield og S. Arnar sem að leiddu sína menn áfram. Flenard skoraði 25 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Sigtryggur Arnar Björnsson var með 21 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Darrell Flake reyndist heimamönnum mikilvægur á spennu köflum í leiknum. Hann skilaði inn 15 stigum og 8 fráköstum.Tölfræðin sem vakti athygli? Bæði lið voru að hitta gífurlega vel í fyrri hálfleik. Tveggja stiga nýting beggja liða var yfir 50% enda hátt skor í fyrri hálfleik og frákasta tölur lágar. Færi voru vel nýtt og þá kemur kannski ekki á óvart að frákasta mikill maður eins og Flenard Whitfield var einungis með þrjú fráköst, sem verður samt sem áður að teljast ansi lágt þegar hann tekur að meðaltali yfir 10 í leik. Magnús Þór Gunnarsson var ekki á skot skónnum í kvöld. Ekkert af sjö þriggja stiga skotunum hans vildu ofan í.Önnur tölfræði í leiknum var keimlík á milli liðanna.Hvað gekk illa? Það gekk illa í lok leiks fyrir Skallagrím að klára færin sín. Sóknin fór að stirna upp þegar leið á og var oft á tímum þvinguð. Þó svo að þeir hafi átt frábæran leik og áttu svo sannarlega skilinn sigur í kvöld þá vantar þennan herslumun og töffaraskap til að klára þessa spennu leiki. Israel: okkar einkenni er sterk og skipulögð vörn Israel Martin þjálfari Stólanna var ánægður heilt yfir með leik sinna manna en fannst óþarflega mikið ósamræmi í varnarleiknum milli fyrri og seinni hálfleiks. „Við fáum á okkur 50 stig í fyrri hálfleik, sem er alltof mikið. Okkar einkenni er sterk og skipulögð vörn. Við vorum fjarri því í fyrri hálfleik, oft seinir á milli staða, illa stigið út og við vorum að gefa heimamönnum alltof mikið af auka tækifærum til að skora,” sagði Israel um varnarleikinn í kvöld. „Í Seinni hálfleik fengum við svo bara 38 stig á okkur, þannig við náðum að gera betur og bæta okkur. Ég er sáttur með það.” Fjósið hefur reynst mörgum erfitt framan af en í kvöld virtist það ekki hafa haft stór áhrif á Stólana. „Skallagrímur spiluðu vel og þurftu á sigri að halda alveg eins og við. Við bjuggumst við hörkuleik frá þeim. Þeir eru með leikmenn sem er mjög erfitt að eiga við og það er erfitt að spila í þessari grifju með áhorfendurna svona yfir sér. Við náðum samt að berjast í gegnum þetta og uppskárum sigur.” Nú eru einungis tveir leikir eftir í deildinni og vegur mikið á hverjum leik sérstaklega þegar menn eru í baráttu um toppsætið eins og Tindastóll. Hann Israel er lítið að hugsa um það og vill einbeita sér að núinu, passa að sínir drengir fái næga hvíld fyrir Grindavíkurleikinn á Sunnudaginn. „Ég er ekkert mikið að spá í framhaldinu, heldur bara að einbeita mér að því sem er í gangi í dag. Við sjáum svo hvernig þetta stokkast þegar allir leikur eru búnir,” sagði Isreal hógvær að lokum.Finnur: Ég er hundfúll Sigurinn hefði hæglega getað dottið Skallagríms megin í kvöld en það voru loka mínúturnar sem reyndust heimamönnum erfiðar og var Finnur heldur fúll á að sjá í lok leiks. „Ég er hundfúll. Mér fannst við ekki síður eiga skilið sigur frekar en þeir. Þeir tóku hann að þessu sinni og við verðum bara að taka því,” sagði Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms við blaðamann Vísis eftir leik. „Við fáum galopin skot í endann og hittum því miður ekki úr þeim. Þeir setja sín skot niður. Svo er minna og minna eftir af leiktíma við förum að taka sjénsa sem ganga ekki upp og þannig brúar bilið enn fremur.” Skallagrímsmenn spiluðu flottan leik í kvöld og leiddu nánast allan leikinn og sagðist Finnur vera ákaflega stoltur af sínum strákum. „Þeir komu tilbúnir og vel skipulagðir inn í leikinn. Bara því miður datt þetta ekki okkar megin í kvöld,” sagður þjálfari Borgnesinga að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira