Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 20:00 Bláa lónið mun í haust opna fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Ódýrasta herbergið mun kosta um eitt hundrað þúsund krónur. Gestir eiga þess kost að fá einkaþjón sem fylgir þeim allan sólarhringinn. Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. Hótelið hefur fengið nafnið Moss Hotel og verður 62 herbergja hótel. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í haust og er von á fyrstu gestum fyrir áramót.Einkaþjónn allan sólarhringinn Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir að um sé að ræða hágæða hótel í hærri gæðaflokki en áður hefur þekkst á Íslandi. „Þjónustan er eitthvað sem að við eigum ekki að venjast hér á Íslandi í dag. Hér verður til dæmis butler þjónusta, þar sem gestir okkar á hótelinu verða með einkaþjón 24 klukkustundir sólarhringsins,“ segir Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins.Svítan á 250.000 krónur Minnstu herbergin eins og þetta sem við sjáum hér er 40 fermetrar og hér kostar nóttin eitt hundrað þúsund krónur. Ein svítan, sem er þó ekki sú stærsta, er 60 fermetrar og kostar nóttin þar um 250.000 krónur en þar fylgir aðgangur að einkalóni. Í heilsulindinni, sem ber nafnið Lava Cove, munu gestir fara undir yfirborð jarðar og hafa þaðan aðgang að nýju lóni sem verður umlukið háum hraunklettum.Hvað gerið þið ráð fyrir að stór hluti ykkar viðskiptavina verði erlendir ferðamenn? „Þetta eru rúmlega 90 prósent eins og það er í dag. Búist við að það verði áfram þannig,“ segir Dagný.Bæta við 200 starfsmönnum Þetta verður fyrsta viðurkennda fimm stjörnu hótelið á Íslandi og mun Bláa Lónið þurfa að bæta við starfsmönnum. „Við þurfum að bæta við okkur um 200 manns. Við erum í dag með um 570 starfsmenn og erum nú þegar búnir að bæta við mörgum starfsmönnum sem einbeita sér að eingöngu að þessari nýbyggingu,“ segir Dagný og bætir við að störfin verði auglýst á næstu dögum.Uppfært klukkan 09:17Einkaþjónn mun aðeins fylgja dýrustu herbergjunum í Bláa lóninu en ekki öllum herbergjum samkvæmt upplýsingum frá Bláa Lóninu. Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Bláa lónið mun í haust opna fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Ódýrasta herbergið mun kosta um eitt hundrað þúsund krónur. Gestir eiga þess kost að fá einkaþjón sem fylgir þeim allan sólarhringinn. Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. Hótelið hefur fengið nafnið Moss Hotel og verður 62 herbergja hótel. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í haust og er von á fyrstu gestum fyrir áramót.Einkaþjónn allan sólarhringinn Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir að um sé að ræða hágæða hótel í hærri gæðaflokki en áður hefur þekkst á Íslandi. „Þjónustan er eitthvað sem að við eigum ekki að venjast hér á Íslandi í dag. Hér verður til dæmis butler þjónusta, þar sem gestir okkar á hótelinu verða með einkaþjón 24 klukkustundir sólarhringsins,“ segir Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins.Svítan á 250.000 krónur Minnstu herbergin eins og þetta sem við sjáum hér er 40 fermetrar og hér kostar nóttin eitt hundrað þúsund krónur. Ein svítan, sem er þó ekki sú stærsta, er 60 fermetrar og kostar nóttin þar um 250.000 krónur en þar fylgir aðgangur að einkalóni. Í heilsulindinni, sem ber nafnið Lava Cove, munu gestir fara undir yfirborð jarðar og hafa þaðan aðgang að nýju lóni sem verður umlukið háum hraunklettum.Hvað gerið þið ráð fyrir að stór hluti ykkar viðskiptavina verði erlendir ferðamenn? „Þetta eru rúmlega 90 prósent eins og það er í dag. Búist við að það verði áfram þannig,“ segir Dagný.Bæta við 200 starfsmönnum Þetta verður fyrsta viðurkennda fimm stjörnu hótelið á Íslandi og mun Bláa Lónið þurfa að bæta við starfsmönnum. „Við þurfum að bæta við okkur um 200 manns. Við erum í dag með um 570 starfsmenn og erum nú þegar búnir að bæta við mörgum starfsmönnum sem einbeita sér að eingöngu að þessari nýbyggingu,“ segir Dagný og bætir við að störfin verði auglýst á næstu dögum.Uppfært klukkan 09:17Einkaþjónn mun aðeins fylgja dýrustu herbergjunum í Bláa lóninu en ekki öllum herbergjum samkvæmt upplýsingum frá Bláa Lóninu.
Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira