Styrking krónunnar hið besta mál fyrir almenna borgara Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Gengi gjaldmiðla undanfarin misseri. Gengi Bandaríkjadals er komið niður fyrir 108 krónur og hefur krónan ekki verið sterkari gagnvart dal frá því í október 2008. Gengi krónu gagnvart dal var sautján prósentum sterkara í gær en það var fyrir ári. Gengi krónu gagnvart evru er 20 prósentum sterkara en það var fyrir ári. Aðilar í ferðaþjónustu hafa áhyggjur. „Miðað við þessar síðustu breytingar erum við ekki farin að fá viðbrögð frá viðskiptavinunum sjálfum en við fáum strax frá endursöluaðilum, sem eru ferðaskrifstofur úti um allan heim að selja ferðir til Íslands. Þetta hefur gríðarleg áhrif og er mikið áhyggjuefni,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Grey Line á Íslandi. Seðlabankinn hefur að undanförnu reynt að stemma stigu við þessari gengishækkun og aukið gjaldeyriskaup sín. En þrátt fyrir að bankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir 29,3 milljarða í febrúar, eða um helminginn af heildarveltu á markaði, styrktist gengi krónunnar gagnvart evru um 10 prósent í mánuðinum. Til samanburðar keypti Seðlabankinn gjaldeyri fyrir aðeins um fimm milljarða í janúar.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Iceland ExcursionsGylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að fyrir hinn almenna borgara, sem ekki er í útflutningi, sé þróun gjaldmiðilsins hið besta mál. „Þetta er nú ein helsta skýringin fyrir því að verðbólga hefur haldist mjög lág um nokkur misseri þrátt fyrir að innlendur kostnaður hafi hækkað, meðal annars vegna launahækkana. Það kemur fram í kaupmáttaraukningu sem ég reikna með að flestum launþegum þyki hið besta mál,“ segir hann. Gylfi hefur ekki áhyggjur af auknum innflutningi vegna sterkara gengis. „Sá grundvallarmunur er núna og í bólunni 2004-2006 að núna er afgangur á viðskiptajöfnuði og við erum ekki að fjármagna neyslu með lánum beint eða óbeint frá útlöndum þannig að að því leytinu til hringja ekki viðvörunarbjöllur jafn hátt núna og þá,“ segir Gylfi en samkvæmt nýbirtum tölum var afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum 148 milljarðar á síðasta ári á föstu gengi og hefur ekki áður mælst hærri hér á landi. Gylfi segir þó að það geti komið upp vandamál sem útflutningsgreinarnar myndu þá finna fyrst fyrir. Ferðaþjónustan hafi til dæmis átt afskaplega góð ár undanfarið. Gylfi hefur ágæta tilfinningu fyrir stöðu efnahagsmála. „Það eru engar sérstakar ástæður til þess að leggjast í þunglyndi yfir efnahagshorfum. Við erum ágætlega stödd en hætturnar eru gamalkunnar. Ef við ofkeyrum okkur eitthvað. Til dæmis ef fjárfestingin í því sem tengist ferðageiranum verði of mikil eða þá að við förum aftur að sjá viðskiptahalla. En ekkert af því virðist þannig að það stefni beinlínis í óefni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Gengi Bandaríkjadals er komið niður fyrir 108 krónur og hefur krónan ekki verið sterkari gagnvart dal frá því í október 2008. Gengi krónu gagnvart dal var sautján prósentum sterkara í gær en það var fyrir ári. Gengi krónu gagnvart evru er 20 prósentum sterkara en það var fyrir ári. Aðilar í ferðaþjónustu hafa áhyggjur. „Miðað við þessar síðustu breytingar erum við ekki farin að fá viðbrögð frá viðskiptavinunum sjálfum en við fáum strax frá endursöluaðilum, sem eru ferðaskrifstofur úti um allan heim að selja ferðir til Íslands. Þetta hefur gríðarleg áhrif og er mikið áhyggjuefni,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Grey Line á Íslandi. Seðlabankinn hefur að undanförnu reynt að stemma stigu við þessari gengishækkun og aukið gjaldeyriskaup sín. En þrátt fyrir að bankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir 29,3 milljarða í febrúar, eða um helminginn af heildarveltu á markaði, styrktist gengi krónunnar gagnvart evru um 10 prósent í mánuðinum. Til samanburðar keypti Seðlabankinn gjaldeyri fyrir aðeins um fimm milljarða í janúar.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Iceland ExcursionsGylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að fyrir hinn almenna borgara, sem ekki er í útflutningi, sé þróun gjaldmiðilsins hið besta mál. „Þetta er nú ein helsta skýringin fyrir því að verðbólga hefur haldist mjög lág um nokkur misseri þrátt fyrir að innlendur kostnaður hafi hækkað, meðal annars vegna launahækkana. Það kemur fram í kaupmáttaraukningu sem ég reikna með að flestum launþegum þyki hið besta mál,“ segir hann. Gylfi hefur ekki áhyggjur af auknum innflutningi vegna sterkara gengis. „Sá grundvallarmunur er núna og í bólunni 2004-2006 að núna er afgangur á viðskiptajöfnuði og við erum ekki að fjármagna neyslu með lánum beint eða óbeint frá útlöndum þannig að að því leytinu til hringja ekki viðvörunarbjöllur jafn hátt núna og þá,“ segir Gylfi en samkvæmt nýbirtum tölum var afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum 148 milljarðar á síðasta ári á föstu gengi og hefur ekki áður mælst hærri hér á landi. Gylfi segir þó að það geti komið upp vandamál sem útflutningsgreinarnar myndu þá finna fyrst fyrir. Ferðaþjónustan hafi til dæmis átt afskaplega góð ár undanfarið. Gylfi hefur ágæta tilfinningu fyrir stöðu efnahagsmála. „Það eru engar sérstakar ástæður til þess að leggjast í þunglyndi yfir efnahagshorfum. Við erum ágætlega stödd en hætturnar eru gamalkunnar. Ef við ofkeyrum okkur eitthvað. Til dæmis ef fjárfestingin í því sem tengist ferðageiranum verði of mikil eða þá að við förum aftur að sjá viðskiptahalla. En ekkert af því virðist þannig að það stefni beinlínis í óefni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira