Eyrir Invest selur 2% í Marel Haraldur Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2017 09:41 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel og einn eigenda Eyris Invest. Vísir/Anton Eyrir Invest hf. hefur selt 15 milljónir hluta eða rétt rúm tvö prósent í Marel hf. Í tilkynningu frá félaginu segir að markaðsviðskipti Landsbankans hafi gert Eyri kauptilboð fyrir hönd MSD Partners L.P. sem kaupa hlutina á 285 krónur á hlut. Með viðskiptunum verða MSD Partners sjöundi stærsti hluthafi Marel. Eyrir verður eftir sem áður stærsti hluthafi Marel með yfir 200 milljónir hluta eða um 27,2% af útgefnum hlutum. Félagið er meðal annars í eigu Landsbankans, Þórðar Magnússonar, Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel, og Lífeyrissjóðs verslunarmanna. „Eyrir Invest er langtímafjárfestir og hefur verið kjölfestufjárfestir í Marel síðan 2005. Marel starfar samkvæmt langtímastefnu sinni og nýleg kaup félagsins á MPS heppnuðust vel. Eyrir hefur mikla trú á möguleikum Marel til áframhaldandi vaxtar sem og getu félagsins til að skila góðri afkomu. Eyrir hyggst áfram vera kjölfestufjárfestir í Marel,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að stjórn Eyris Invest hafi í framhaldi af viðskiptunum heimilað stjórnendum félagsins að innleysa B-hluti félagsins. Fjárhagsstaða Eyris sé sterk en félagið er langtímafjárfestir með þá stefnu að styðja við alþjóðleg iðnfyrirtæki og sprotafyrirtæki í vexti. MSD Partners, L.P., sem skráð er hjá SEC í Bandaríkjunum sem fjármálaráðgjafi, var stofnað árið 2009 af eigendum MSD Capital, L.P. til að gera lokuðum hópi fjárfesta kleift að taka þátt í fjárfestingum sem MSD Capital skipuleggur. MSD Capital var stofnað árið 1998 til að stýra eignum Michael Dell og fjölskyldu hans. Dell er samkvæmt lista Forbes 41. ríkasti maður heims en hann stofnaði tölvuframleiðandann bandaríska Dell Technologies. Hlutabréf Marel hafa hækkað um 5,3 prósent í Kauphöll Íslands frá opnun markaða í morgun. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Eyrir Invest hf. hefur selt 15 milljónir hluta eða rétt rúm tvö prósent í Marel hf. Í tilkynningu frá félaginu segir að markaðsviðskipti Landsbankans hafi gert Eyri kauptilboð fyrir hönd MSD Partners L.P. sem kaupa hlutina á 285 krónur á hlut. Með viðskiptunum verða MSD Partners sjöundi stærsti hluthafi Marel. Eyrir verður eftir sem áður stærsti hluthafi Marel með yfir 200 milljónir hluta eða um 27,2% af útgefnum hlutum. Félagið er meðal annars í eigu Landsbankans, Þórðar Magnússonar, Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel, og Lífeyrissjóðs verslunarmanna. „Eyrir Invest er langtímafjárfestir og hefur verið kjölfestufjárfestir í Marel síðan 2005. Marel starfar samkvæmt langtímastefnu sinni og nýleg kaup félagsins á MPS heppnuðust vel. Eyrir hefur mikla trú á möguleikum Marel til áframhaldandi vaxtar sem og getu félagsins til að skila góðri afkomu. Eyrir hyggst áfram vera kjölfestufjárfestir í Marel,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að stjórn Eyris Invest hafi í framhaldi af viðskiptunum heimilað stjórnendum félagsins að innleysa B-hluti félagsins. Fjárhagsstaða Eyris sé sterk en félagið er langtímafjárfestir með þá stefnu að styðja við alþjóðleg iðnfyrirtæki og sprotafyrirtæki í vexti. MSD Partners, L.P., sem skráð er hjá SEC í Bandaríkjunum sem fjármálaráðgjafi, var stofnað árið 2009 af eigendum MSD Capital, L.P. til að gera lokuðum hópi fjárfesta kleift að taka þátt í fjárfestingum sem MSD Capital skipuleggur. MSD Capital var stofnað árið 1998 til að stýra eignum Michael Dell og fjölskyldu hans. Dell er samkvæmt lista Forbes 41. ríkasti maður heims en hann stofnaði tölvuframleiðandann bandaríska Dell Technologies. Hlutabréf Marel hafa hækkað um 5,3 prósent í Kauphöll Íslands frá opnun markaða í morgun.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira