Vilhjálmur prins tilnefndur til heiðursverðlauna félags hinsegin fólks í Bretlandi Ritstjórn skrifar 22. febrúar 2017 12:30 Vilhjálmur er tilnefndur til þessara virtu verðlauna. Vísir/Getty Vilhjálmur bretaprins hefur verið tilnefndur til "Straight Ally" verðlaunanna á vegum félags hinsegin fólks í Bretlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem að meðlimur konungsfjölskyldunnar er tilnefndur til þessara verðlauna. Vilhjálmur var einnig fyrsti meðlimur konungsfjölskyldunnar sem sat fyrir í tímaritinu Attitude, sem er tileinkað samkynhneigðum. Vilhjálmur er á meðal fleirri stjarna sem eru tilnefnd fyrir það að nota frægð sína til að vekja athygli á réttindum samkynhneigðra. Þau Ariana Grande, Annie Lenox, Emma Watson, Anne Hathaway, Patrick Stewart, James Corden, Thierry Henry og JK Rowling eru einnig tilnefnd til þessara virtu verðlauna. Sigurvegarinn verður tilkynntur þann 12.maí næstkomandi. Forsíðan í Attitude sem er tímarit tileinkað samkynhneigðum.Mynd/Attitude Mest lesið Glitrandi varalitur Naomi Campbell fer á sölu í dag Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Við elskum vínrauðan Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Lily-Rose Depp verður andlit Chanel No. 5 L'Eau Glamour Götutískan í París er engri lík Glamour Fjölbreytileikinn allsráðandi hjá H&M Glamour Gigi Hadid var stjarna Tommy Hilfiger í London Glamour Kanye kemur til móts við skipuleggjendur tískuvikunnar í New York Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour
Vilhjálmur bretaprins hefur verið tilnefndur til "Straight Ally" verðlaunanna á vegum félags hinsegin fólks í Bretlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem að meðlimur konungsfjölskyldunnar er tilnefndur til þessara verðlauna. Vilhjálmur var einnig fyrsti meðlimur konungsfjölskyldunnar sem sat fyrir í tímaritinu Attitude, sem er tileinkað samkynhneigðum. Vilhjálmur er á meðal fleirri stjarna sem eru tilnefnd fyrir það að nota frægð sína til að vekja athygli á réttindum samkynhneigðra. Þau Ariana Grande, Annie Lenox, Emma Watson, Anne Hathaway, Patrick Stewart, James Corden, Thierry Henry og JK Rowling eru einnig tilnefnd til þessara virtu verðlauna. Sigurvegarinn verður tilkynntur þann 12.maí næstkomandi. Forsíðan í Attitude sem er tímarit tileinkað samkynhneigðum.Mynd/Attitude
Mest lesið Glitrandi varalitur Naomi Campbell fer á sölu í dag Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Við elskum vínrauðan Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Lily-Rose Depp verður andlit Chanel No. 5 L'Eau Glamour Götutískan í París er engri lík Glamour Fjölbreytileikinn allsráðandi hjá H&M Glamour Gigi Hadid var stjarna Tommy Hilfiger í London Glamour Kanye kemur til móts við skipuleggjendur tískuvikunnar í New York Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour