Örvænting á húsnæðismarkaði Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu greiningardeildar Arion banka um húsnæðismarkaðinn sem kom út í lok síðasta mánaðar. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið að undanförnu og nam árshækkunin á höfuðborgarsvæðinu 15 prósentum í desember. Hækkun utan höfuðborgarsvæðisins nemur 20 prósentum og skýrist aðallega af mikilli hækkun í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Skýrsluhöfundar spá áframhaldandi hækkunum, 14 prósent í ár, 9,7 prósent á næsta ári og 7,5 prósent árið 2019. Hækkun húsnæðisverðs skýrist af því að of lítið hefur verið byggt á síðustu árum og áætlanir um uppbyggingu hafa ekki staðist. Fram kemur í skýrslunni að uppbyggingaráform á höfuðborgarsvæðinu hafa gengið illa eftir. Nýjustu áætlanir Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Samtaka iðnaðarins gera samt ráð fyrir kröftugri uppbyggingu á næstu árum. Fjöldi nýrra íbúða mun nema 6.600-8.000 eftir því við hvaða áætlun er miðað. Vandamálið er að aukning á framboði kemur allt of seint. Langt er í að framboð mæti eftirspurn þannig að markaðurinn komist í jafnvægi. Seinkun á auknu framboði nýrra íbúða gæti ýtt undir enn frekari hækkanir á næstunni. Nokkurs konar örvæntingarástand virðist ríkja á húsnæðismarkaði um þessar mundir. Í þessu blaði var greint frá því í gær að íbúðir í öllum hverfum borgarinnar seldust nú á hærra verði en uppsettu vegna mikillar spennu á markaðnum. Dæmi væru um að fasteignakaupendur gerðu tilboð í húsnæði án þess að hafa séð eignina áður. Á þessum „seljendamarkaði“ mætir mikill fjöldi til að skoða íbúðir og kaupendur keppast við að yfirbjóða hver annan. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu bera ábyrgð á því að áform um uppbyggingu á íbúðarhúsnæði hafa brugðist. Stefna Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar er heilbrigð til langframa en vera kann að hún standi uppbyggingu á húsnæði á sanngjörnu verði fyrir þrifum. Borgin hefur lokað „sárum“ með þéttingu byggðar og með uppbyggingu miðsvæðis. Þannig er ekki framboð af litlum og meðalstórum íbúðum í úthverfum borgarinnar þar sem fermetraverð er lægra. Ljóst er að sveitarfélögin geta ekki setið aðgerðarlaus hjá í þessari þróun og þurfa kjörnir fulltrúar þeirra að hugsa þessi mál upp á nýtt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag að það væri æskilegt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mótuðu sér sameiginlega stefnu í húsnæðismálum. Þetta er góð hugmynd hjá borgarstjóra og væri ágætt fyrsta skref.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun
Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu greiningardeildar Arion banka um húsnæðismarkaðinn sem kom út í lok síðasta mánaðar. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið að undanförnu og nam árshækkunin á höfuðborgarsvæðinu 15 prósentum í desember. Hækkun utan höfuðborgarsvæðisins nemur 20 prósentum og skýrist aðallega af mikilli hækkun í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Skýrsluhöfundar spá áframhaldandi hækkunum, 14 prósent í ár, 9,7 prósent á næsta ári og 7,5 prósent árið 2019. Hækkun húsnæðisverðs skýrist af því að of lítið hefur verið byggt á síðustu árum og áætlanir um uppbyggingu hafa ekki staðist. Fram kemur í skýrslunni að uppbyggingaráform á höfuðborgarsvæðinu hafa gengið illa eftir. Nýjustu áætlanir Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Samtaka iðnaðarins gera samt ráð fyrir kröftugri uppbyggingu á næstu árum. Fjöldi nýrra íbúða mun nema 6.600-8.000 eftir því við hvaða áætlun er miðað. Vandamálið er að aukning á framboði kemur allt of seint. Langt er í að framboð mæti eftirspurn þannig að markaðurinn komist í jafnvægi. Seinkun á auknu framboði nýrra íbúða gæti ýtt undir enn frekari hækkanir á næstunni. Nokkurs konar örvæntingarástand virðist ríkja á húsnæðismarkaði um þessar mundir. Í þessu blaði var greint frá því í gær að íbúðir í öllum hverfum borgarinnar seldust nú á hærra verði en uppsettu vegna mikillar spennu á markaðnum. Dæmi væru um að fasteignakaupendur gerðu tilboð í húsnæði án þess að hafa séð eignina áður. Á þessum „seljendamarkaði“ mætir mikill fjöldi til að skoða íbúðir og kaupendur keppast við að yfirbjóða hver annan. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu bera ábyrgð á því að áform um uppbyggingu á íbúðarhúsnæði hafa brugðist. Stefna Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar er heilbrigð til langframa en vera kann að hún standi uppbyggingu á húsnæði á sanngjörnu verði fyrir þrifum. Borgin hefur lokað „sárum“ með þéttingu byggðar og með uppbyggingu miðsvæðis. Þannig er ekki framboð af litlum og meðalstórum íbúðum í úthverfum borgarinnar þar sem fermetraverð er lægra. Ljóst er að sveitarfélögin geta ekki setið aðgerðarlaus hjá í þessari þróun og þurfa kjörnir fulltrúar þeirra að hugsa þessi mál upp á nýtt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag að það væri æskilegt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mótuðu sér sameiginlega stefnu í húsnæðismálum. Þetta er góð hugmynd hjá borgarstjóra og væri ágætt fyrsta skref.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu