Glamour

MAC gefur út förðunarlínu fyrir "basic bitch“

Ritstjórn skrifar
Orðið "basic bitch“ er eitt þekktasta orðið á internetinu í dag. Það er oft notað um fólk sem að fylgir hjörðinni og reynir ekki að finna upp hjólið þegar að það kemur að tísku og fleiru. Það er vera "basic bitch“ er gott og blessað enda afar þægilegur lífstíll. 

Nú hefur snyrtivörumerkið MAC kynnt til leiks "basic bitch“ augnpallettuna. Þar má finna alla helstu litina sem hafa verið vinsælastir í heiminum í dag. Það er gaman að sjá fyrirtæki grípa í húmorinn af og til enda mun þetta líklega falla vel í kramið hjá viðskiptavinum MAC.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.