Talið er að Cleveland Cavaliers muni tilkynna eftir helgi að leikstjórnandinn Deron Williams sé búinn að semja við liðið út tímabilið en honum er ætlað að koma inn af bekknum til að veita Kyrie Irving hvíld í leikjum.
Deron var á dögunum leystur undan samningi hjá Dallas Mavericks eftir eitt og hálft ár í herbúðum Dallas-manna en hann lék áður með Brooklyn Nets og New Jersey Nets og Utah Jazz sem valdi hann á sínum tíma með þriðja valrétt í nýliðavalinu árið 2005.
Hefur hann fimm sinnum á ferlinum verið valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar og tvívegis í annað úrvalslið (e. ALL-NBA second team) deildarinnar en hann hefur lengst komist með liði í úrslit Austurdeildarinnar árið 2007 með liði Utah Jazz.
LeBron James, stórstjarna liðsins, kallaði eftir því að forráðamenn félagsins myndu bæta við leikmönnum sem gætu styrkt leikmannahópinn en Deron er með 16,6 stig og 8,2 stoðsendingu að meðaltali í leik á ferlinum.
Hann ætti einnig að gefa liðinu góða skyttu fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem hann er með 50% nýtingu á ferlinum en liðið var þegar búið að bæta við sig skyttunni Kyle Korver frá Atlanta Hawks.
Meistararnir í Cavaliers að fá veglega aðstoð

Mest lesið

Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn
Íslenski boltinn

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn


Trafford segist hundrað sinnum betri í dag
Enski boltinn

Njarðvík á toppinn
Íslenski boltinn




Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn