Draumabyrjun Stjörnukvenna skóp sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2017 06:30 Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, býr sig undir að lyfta Coca Cola-bikarnum sem liðið vann annað árið í röð. vísir/andri marinó Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur. Stjarnan spilaði frábæra vörn í byrjun leiks og fyrir aftan hana var Hafdís Renötudóttir í miklum ham. Hún varði sex af fyrstu sjö skotunum sem hún fékk á sig, þar af fjögur frá Ragnheiði Júlíusdóttur. Hafdís kom til Stjörnunnar frá Fram fyrir tímabilið og reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu í Höllinni. Stjarnan keyrði stíft á Fram í upphafi leiks og það skilaði einföldum mörkum. Eftir 18 mínútna leik var staðan orðin 11-3 og staða Stjörnunnar afar vænleg. „Ég hef aldrei spilað jafn geðveika vörn og fyrstu tíu mínúturnar. Það voru allir á tánum,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir sem var frábær í vörn Stjörnunnar og skoraði auk þess sex mörk, þar af sigurmarkið þegar mínúta var eftir.Algjör viðsnúningur Það var kannski eins gott að Stjarnan byrjaði leikinn jafn vel og hún gerði því liðið var í ævintýralegum vandræðum í sókninni síðustu 42 mínútur leiksins. Stjörnukonur skoruðu 11 mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins en bara sjö eftir það. Á sama tíma vaknaði Framliðið til lífsins; þétti vörnina, Guðrún Ósk Maríasdóttir fór að verja og Ragnheiður snögghitnaði í sókninni. Hún skoraði aðeins eitt mark úr fyrstu sjö skotunum sínum en næstu fimm skot fóru í markið. Fram minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik, 13-9, og jafnaði metin í 17-17 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. „Við byrjuðum leikinn hræðilega og gerðum ekki neitt eins og við ætluðum okkur að gera en náum að koma til baka sem sýnir ógeðslega mikið hvað við erum góðar,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sem var að venju öflug í vörninni og skoraði auk þess fjögur mörk af línunni. Síðustu 10 mínútur leiksins voru taugar leikmanna þandar til hins ýtrasta. Helena Rut kom Stjörnunni yfir en Steinunn jafnaði. Helena Rut kom Stjörnunni svo aftur yfir, 19-18. Fram fékk tvær sóknir til að jafna metin. Þær enduðu báðar með skotum frá Ragnheiði; Hafdís varði annað þeirra en hitt fór framhjá þegar 20 sekúndur voru eftir.Öll eggin í sömu körfunni Stefán Arnarson, þjálfari Fram, setti öll eggin í körfu Ragnheiðar sem virtist vera með frjálst skotleyfi. Hún tók 23 skot í leiknum (og skoraði sjö mörk), allir hinir leikmenn Fram tóku samtals 26 skot. Ragnheiði var þó að vissu leyti vorkunn því hinir útileikmenn Fram horfðu varla á markið á lokakaflanum. „Við fáum bara 18 mörk á okkur sem hefur ekki oft tekist í vetur og sem betur fer náum við því í bikarúrslitaleik. Hafdís var líka frábær fyrir aftan okkur og við unnum vel saman,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, sem lyfti bikarnum í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Sjá meira
Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur. Stjarnan spilaði frábæra vörn í byrjun leiks og fyrir aftan hana var Hafdís Renötudóttir í miklum ham. Hún varði sex af fyrstu sjö skotunum sem hún fékk á sig, þar af fjögur frá Ragnheiði Júlíusdóttur. Hafdís kom til Stjörnunnar frá Fram fyrir tímabilið og reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu í Höllinni. Stjarnan keyrði stíft á Fram í upphafi leiks og það skilaði einföldum mörkum. Eftir 18 mínútna leik var staðan orðin 11-3 og staða Stjörnunnar afar vænleg. „Ég hef aldrei spilað jafn geðveika vörn og fyrstu tíu mínúturnar. Það voru allir á tánum,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir sem var frábær í vörn Stjörnunnar og skoraði auk þess sex mörk, þar af sigurmarkið þegar mínúta var eftir.Algjör viðsnúningur Það var kannski eins gott að Stjarnan byrjaði leikinn jafn vel og hún gerði því liðið var í ævintýralegum vandræðum í sókninni síðustu 42 mínútur leiksins. Stjörnukonur skoruðu 11 mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins en bara sjö eftir það. Á sama tíma vaknaði Framliðið til lífsins; þétti vörnina, Guðrún Ósk Maríasdóttir fór að verja og Ragnheiður snögghitnaði í sókninni. Hún skoraði aðeins eitt mark úr fyrstu sjö skotunum sínum en næstu fimm skot fóru í markið. Fram minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik, 13-9, og jafnaði metin í 17-17 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. „Við byrjuðum leikinn hræðilega og gerðum ekki neitt eins og við ætluðum okkur að gera en náum að koma til baka sem sýnir ógeðslega mikið hvað við erum góðar,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sem var að venju öflug í vörninni og skoraði auk þess fjögur mörk af línunni. Síðustu 10 mínútur leiksins voru taugar leikmanna þandar til hins ýtrasta. Helena Rut kom Stjörnunni yfir en Steinunn jafnaði. Helena Rut kom Stjörnunni svo aftur yfir, 19-18. Fram fékk tvær sóknir til að jafna metin. Þær enduðu báðar með skotum frá Ragnheiði; Hafdís varði annað þeirra en hitt fór framhjá þegar 20 sekúndur voru eftir.Öll eggin í sömu körfunni Stefán Arnarson, þjálfari Fram, setti öll eggin í körfu Ragnheiðar sem virtist vera með frjálst skotleyfi. Hún tók 23 skot í leiknum (og skoraði sjö mörk), allir hinir leikmenn Fram tóku samtals 26 skot. Ragnheiði var þó að vissu leyti vorkunn því hinir útileikmenn Fram horfðu varla á markið á lokakaflanum. „Við fáum bara 18 mörk á okkur sem hefur ekki oft tekist í vetur og sem betur fer náum við því í bikarúrslitaleik. Hafdís var líka frábær fyrir aftan okkur og við unnum vel saman,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, sem lyfti bikarnum í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Sjá meira