Sakar Philipp Plein um hönnunarstuld Ritstjórn skrifar 15. febrúar 2017 10:00 Alexander Wang er ekki svona hoppandi kátur þessa dagana. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang. Mest lesið Kim Kardashian lýsir árásinni í smáatriðum Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour Alexander Wang bætist í hóp hönnuða sem hugsa tískuvikuna upp á nýtt Glamour Undarlegar níu mínútur með Bieber Glamour Beyoncé mætti á VMA hátíðina ásamt Blue Ivy í fjaðrakjól Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour Drauma Saint Laurent eyrnalokkarnir loksins fáanlegir Glamour "Við klæðum okkur öll fyrir Bill.“ Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour
Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang.
Mest lesið Kim Kardashian lýsir árásinni í smáatriðum Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour Alexander Wang bætist í hóp hönnuða sem hugsa tískuvikuna upp á nýtt Glamour Undarlegar níu mínútur með Bieber Glamour Beyoncé mætti á VMA hátíðina ásamt Blue Ivy í fjaðrakjól Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour Drauma Saint Laurent eyrnalokkarnir loksins fáanlegir Glamour "Við klæðum okkur öll fyrir Bill.“ Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour