NBA: Draugavilla réð úrslitum í Chicago í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 07:45 Dramatíkin var mikil í nótt þeagar Chicago Bulls vann Boston Celtics í æsispennandi lokaleik fyrir hlé vegna Stjörnuleikshátíðar NBA-deildarinnar í körfubolta sem fer fram um helgina. Aðeins tveir leikir fóru fram og nú er deildin komin í vikufrí.Jimmy Butler fiskaði villu á Marcus Smart þegar 0,9 sekúndur voru eftir, setti bæði vítin sín niður og tryggði Chicago Bulls 104-103 sigur á Boston Celtics. Fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum lýstu þessu sem draugavillu en það er mjög óalgengt í NBA-deildinni að dómararnir dæmi á litla snertingar á lokasekúndum leikjanna. Jimmy Butler og Isaiah Thomas hjá Boston háðu mikið einvígi í leiknum en þeir enduðu báðir með 29 stig, 7 stoðsendingar og settu hvor um sig niður öll níu vítin sín. Thomas skoraði 11 af síðustu 14 stigum Boston en Butler 6 af síðustu 14 stigum Chicago. Eftir að Butler setti vítin sín niður af mikilli yfirvegun þá fékk Al Horford vonlítið lokaskot sem var of stutt og hitti ekkert nema loft. Jimmy Butler hefur komið sterkur inn í Chicago Bulls liðið eftir meiðsli og liðið hefur unnið Toronto Raptors og Boston Celtics í fyrstu tveimur leikjum hans eftir fjarveruna. Þetta var aðeins annað tap Boston Celtics í síðustu þrettán leikjum og Isaiah Thomas hefur verið stighæstu í öllum leikjunum. Hann varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston Celtics sem skoraði 20 stig eða meira í 41 leik í röð. John Havlicek átti áður metið sem voru 40 leikir. Kelly Olynyk var næststigahæstur hjá Boston með 17 stig, Terry Rozier skoraði 11 stig og Amir Johnson var með 10 stig. Bobby Portis kom með 19 stig inn af bekknum og Robin Lopez var með 15 stig. Dwyane Wade lék ekki með Chicago vegna veikinda.Otto Porter yngri skoraði sex þrista og alls 25 stig þegar Washington vann 11-98 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var fjórði sigur Washington í röð. Markieff Morris skoraði 21 stig fyrir Wizards-liðið, John Wall bætti við 20 stigum og 12 stoðsendingum og Bradley Beal var með 19 stig. Myles Turner og Paul George voru stigahæstir hjá Indiana með 17 stig hvor. NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Dramatíkin var mikil í nótt þeagar Chicago Bulls vann Boston Celtics í æsispennandi lokaleik fyrir hlé vegna Stjörnuleikshátíðar NBA-deildarinnar í körfubolta sem fer fram um helgina. Aðeins tveir leikir fóru fram og nú er deildin komin í vikufrí.Jimmy Butler fiskaði villu á Marcus Smart þegar 0,9 sekúndur voru eftir, setti bæði vítin sín niður og tryggði Chicago Bulls 104-103 sigur á Boston Celtics. Fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum lýstu þessu sem draugavillu en það er mjög óalgengt í NBA-deildinni að dómararnir dæmi á litla snertingar á lokasekúndum leikjanna. Jimmy Butler og Isaiah Thomas hjá Boston háðu mikið einvígi í leiknum en þeir enduðu báðir með 29 stig, 7 stoðsendingar og settu hvor um sig niður öll níu vítin sín. Thomas skoraði 11 af síðustu 14 stigum Boston en Butler 6 af síðustu 14 stigum Chicago. Eftir að Butler setti vítin sín niður af mikilli yfirvegun þá fékk Al Horford vonlítið lokaskot sem var of stutt og hitti ekkert nema loft. Jimmy Butler hefur komið sterkur inn í Chicago Bulls liðið eftir meiðsli og liðið hefur unnið Toronto Raptors og Boston Celtics í fyrstu tveimur leikjum hans eftir fjarveruna. Þetta var aðeins annað tap Boston Celtics í síðustu þrettán leikjum og Isaiah Thomas hefur verið stighæstu í öllum leikjunum. Hann varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston Celtics sem skoraði 20 stig eða meira í 41 leik í röð. John Havlicek átti áður metið sem voru 40 leikir. Kelly Olynyk var næststigahæstur hjá Boston með 17 stig, Terry Rozier skoraði 11 stig og Amir Johnson var með 10 stig. Bobby Portis kom með 19 stig inn af bekknum og Robin Lopez var með 15 stig. Dwyane Wade lék ekki með Chicago vegna veikinda.Otto Porter yngri skoraði sex þrista og alls 25 stig þegar Washington vann 11-98 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var fjórði sigur Washington í röð. Markieff Morris skoraði 21 stig fyrir Wizards-liðið, John Wall bætti við 20 stigum og 12 stoðsendingum og Bradley Beal var með 19 stig. Myles Turner og Paul George voru stigahæstir hjá Indiana með 17 stig hvor.
NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira