Borgun hagnaðist um rúma sex milljarða vegna sölunnar á Visa Europe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2017 19:05 Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Vísir/Anton Brink Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag. Samþykkt var að greiða 4,7 milljarða í arð til hluthafa félagsins og fer greiðslan fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn kemur til framkvæmda í þessum mánuði og seinni hlutinn ekki síðar en eftir sex mánuði. Í fyrra hagnaðist Borgun um tæpa sjö milljarða króna og var meirihluti hagnaðarins þá einnig tilkominn vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Mikið hefur verið fjallað um málefni Borgunar í fjölmiðlum, ekki hvað síst í tengslum við sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu árið 2014 en við söluna, sem fram fór í lokuðu ferli, var ekki tekið tillit til mögulegrar hagnaðarvonar Borgunar vegna sölunnar á Visa Europe til Visa Inc. Má því telja víst að hærra verð hefði fengist fyrir hlutinn ef yfirtaka Visa Inc. á Visa Europe hefði verið tekin með í reikninginn. Hefur Landsbankinn höfðað mál vegna sölunnar. Í tilkynningu frá Borgun vegna afkomu seinasta árs segir að meirihluti þjónustutekna fyrirtækisins komi frá alþjóðasviði „þar sem vöxtur félagsins hefur verið mestur. Mikil aukning varð á árinu í færsluhirðingu erlendis, svo sem í Bretlandi, Ungverjalandi og Tékklandi og eru erlendir viðskiptavinir Borgunar hf. í þessum löndum nú þegar orðnir fleiri en íslenskir viðskiptavinir.“ Helstu eigendur Borgunar eru Íslandsbanki með tæplega 63 prósent eignarhlut, Eignarhaldsfélagið Borgun með um tæp 34 prósent og aðrir hluthafar með rétt um fjögur prósent eignarhlut. Tengdar fréttir Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34 Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09 Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag. Samþykkt var að greiða 4,7 milljarða í arð til hluthafa félagsins og fer greiðslan fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn kemur til framkvæmda í þessum mánuði og seinni hlutinn ekki síðar en eftir sex mánuði. Í fyrra hagnaðist Borgun um tæpa sjö milljarða króna og var meirihluti hagnaðarins þá einnig tilkominn vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Mikið hefur verið fjallað um málefni Borgunar í fjölmiðlum, ekki hvað síst í tengslum við sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu árið 2014 en við söluna, sem fram fór í lokuðu ferli, var ekki tekið tillit til mögulegrar hagnaðarvonar Borgunar vegna sölunnar á Visa Europe til Visa Inc. Má því telja víst að hærra verð hefði fengist fyrir hlutinn ef yfirtaka Visa Inc. á Visa Europe hefði verið tekin með í reikninginn. Hefur Landsbankinn höfðað mál vegna sölunnar. Í tilkynningu frá Borgun vegna afkomu seinasta árs segir að meirihluti þjónustutekna fyrirtækisins komi frá alþjóðasviði „þar sem vöxtur félagsins hefur verið mestur. Mikil aukning varð á árinu í færsluhirðingu erlendis, svo sem í Bretlandi, Ungverjalandi og Tékklandi og eru erlendir viðskiptavinir Borgunar hf. í þessum löndum nú þegar orðnir fleiri en íslenskir viðskiptavinir.“ Helstu eigendur Borgunar eru Íslandsbanki með tæplega 63 prósent eignarhlut, Eignarhaldsfélagið Borgun með um tæp 34 prósent og aðrir hluthafar með rétt um fjögur prósent eignarhlut.
Tengdar fréttir Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34 Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09 Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34
Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09
Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45