Ricardo Tisci yfirgefur Givenchy Ritstjórn skrifar 2. febrúar 2017 17:15 Mikill missir fyrir Givenchy. Mynd/Getty Fyrir stuttu var sagt frá því að Ricardo Tisci væri mögulega að hætta hjá Givenchy og á leiðinni yfir til Versace. Þetta voru þó aðeins óstaðfestar sögusagnir en í dag fóru þær aftur á flug. Givenchy tilkynnti í dag að Ricardo væri búinn að yfirgefa tískuhúsið þar sem hann hefur verið yfirhönnuður í 12 ár. Það þykir langur tími í tískubransanum en á þessum tíma hefur hann gjörbreytt ímynd Givenchy og komið merkinu upp á allt annan stall en það var áður fyrr. Hann er einn virtasti fatahönnuður heimsins í dag. Seinasta sýningin sem hann sýndi var núna í janúar á tískuviku karla í París þann 20.janúar. Enn hefur ekki komið nein tilkynning frá honum svo ekki er víst hvert framhaldið hjá Tisci verður. Mest lesið Adidas hefur selt yfir 50 milljón pör af Stan Smith skóm Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds eignast sitt annað barn Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Fáum innblástur frá Frökkunum Glamour Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Glamour Rihanna gefur út línu af snyrtivörum Glamour Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour
Fyrir stuttu var sagt frá því að Ricardo Tisci væri mögulega að hætta hjá Givenchy og á leiðinni yfir til Versace. Þetta voru þó aðeins óstaðfestar sögusagnir en í dag fóru þær aftur á flug. Givenchy tilkynnti í dag að Ricardo væri búinn að yfirgefa tískuhúsið þar sem hann hefur verið yfirhönnuður í 12 ár. Það þykir langur tími í tískubransanum en á þessum tíma hefur hann gjörbreytt ímynd Givenchy og komið merkinu upp á allt annan stall en það var áður fyrr. Hann er einn virtasti fatahönnuður heimsins í dag. Seinasta sýningin sem hann sýndi var núna í janúar á tískuviku karla í París þann 20.janúar. Enn hefur ekki komið nein tilkynning frá honum svo ekki er víst hvert framhaldið hjá Tisci verður.
Mest lesið Adidas hefur selt yfir 50 milljón pör af Stan Smith skóm Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds eignast sitt annað barn Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Fáum innblástur frá Frökkunum Glamour Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Glamour Rihanna gefur út línu af snyrtivörum Glamour Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour