Glamour

Gigi Hadid opnar sig um líkamsímyndir í Vogue

Ritstjórn skrifar
Þetta er önnur Vogue forsíða Gigi í Bretlandi.
Þetta er önnur Vogue forsíða Gigi í Bretlandi. Mynd/Vogue

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid situr fyrir á forsíðu breska Vogue fyrir mars mánuð. Þar tjáir hún sig um baráttu sína innan tískubransans fyrir að vera tekin í sátt eins og hún er. Hún hefur lengi þurft að sæta gagnrýni fyrir vaxtalag sitt. Fyrst var það vegna þess að hún þótti of þykk og á seinasta ári var hún talin vera of grönn.

Forsíðuþátturinn er myndaður af Derek Blasberg. Inni í tölublaðinu situr hún fyrir ásamt bróður sínum, Anwar Hadid. Hann sat einnig fyrir ásamt hinni systur sinni, Bellu Hadid, í vorherferð Zadig & Voltaire á dögunum. 

Gigi sat fyrir ásamt bróður sínum, Anwar.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.