Þjálfari Rutar: Auðvitað skiptir það líka máli hvað hún er góð stelpa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2017 18:30 Rut Jónsdóttir í leik með FC Midtjylland. Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Rut Jónsdóttir hefur fengið stórt hlutverk með Meistaradeildarliðinu FC Midtjylland að undanförnu en hún er nú eina íslenska handknattleikskonan sem er enn með í Meistaradeildinni. Rut byrjaði sitt fyrsta tímabil með FC Midtjylland sem varamaður en fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir að danska landsliðskonan Louise Burgaard meiddist. Heimasíða Meistaradeildarinn tók Rut og þjálfara hennar í viðtal. Rut var ein af þremur íslenskum leikmönnum í Meistaradeild kvenna í vetur en lið þeirra Hildigunnar Einarsdóttur (HC Leipzig) og Birnu Berg Haraldsdóttur (Glassverket) eru úr leik. „Það er virkilega skemmtilegt að það gangi svona vel á mínu fyrsta tímabili hér í Midtjylland. Við erum búnar að vinna alla okkar heimaleiki í Meistaradeildinni sem við bjuggumst alls ekki við. Það er mjög gaman að fá að vera hluti af þessu og geta líka hjálpa til,“ sagði Rut sem kom til FC Midtjylland í sumar frá Randers HK. Margt breyttist þegar Louise Burgaard meiddist en þá fékk Rut mun stærra hlutverk í liðinu „Það var mikil áskorun en um leið mikill heiður. Ég fann ekkert meiri pressu því allir liðsfélagarnir voru svo almennilegir og hjálplegir,“ sagði Rut. „Upphaflega var Rut fengin hingað til að auka breiddina bæði í hægri bakvarðarstöðunni og í hægra horninu. Eftir að Louise Burgaard meiddist var henni hent út í djúpu laugina og hún leysti það mjög vel,“ sagði þjálfari hennar Kristian Kristensen. „Hún er kannski ekki þessi leikmaður sem eru að skora af níu eða tíu metrum en hún nýtir sín færi mjög vel af sjö og átta metrum. Það gerir hana enn dýrmætari fyrir okkur að hún getur einnig spilað í horninu,“ sagði Kristian Kristensen og bætti við: „Auðvitað skiptir það líka máli hvað hún er góð stelpa bæði innan sem utan vallar,“ sagði Kristensen. Það má lesa meira af viðtalinu við Rut og hvað er framundan hjá hennar liði Meistaradeildinni með því að smella hér. Handbolti Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Rut Jónsdóttir hefur fengið stórt hlutverk með Meistaradeildarliðinu FC Midtjylland að undanförnu en hún er nú eina íslenska handknattleikskonan sem er enn með í Meistaradeildinni. Rut byrjaði sitt fyrsta tímabil með FC Midtjylland sem varamaður en fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir að danska landsliðskonan Louise Burgaard meiddist. Heimasíða Meistaradeildarinn tók Rut og þjálfara hennar í viðtal. Rut var ein af þremur íslenskum leikmönnum í Meistaradeild kvenna í vetur en lið þeirra Hildigunnar Einarsdóttur (HC Leipzig) og Birnu Berg Haraldsdóttur (Glassverket) eru úr leik. „Það er virkilega skemmtilegt að það gangi svona vel á mínu fyrsta tímabili hér í Midtjylland. Við erum búnar að vinna alla okkar heimaleiki í Meistaradeildinni sem við bjuggumst alls ekki við. Það er mjög gaman að fá að vera hluti af þessu og geta líka hjálpa til,“ sagði Rut sem kom til FC Midtjylland í sumar frá Randers HK. Margt breyttist þegar Louise Burgaard meiddist en þá fékk Rut mun stærra hlutverk í liðinu „Það var mikil áskorun en um leið mikill heiður. Ég fann ekkert meiri pressu því allir liðsfélagarnir voru svo almennilegir og hjálplegir,“ sagði Rut. „Upphaflega var Rut fengin hingað til að auka breiddina bæði í hægri bakvarðarstöðunni og í hægra horninu. Eftir að Louise Burgaard meiddist var henni hent út í djúpu laugina og hún leysti það mjög vel,“ sagði þjálfari hennar Kristian Kristensen. „Hún er kannski ekki þessi leikmaður sem eru að skora af níu eða tíu metrum en hún nýtir sín færi mjög vel af sjö og átta metrum. Það gerir hana enn dýrmætari fyrir okkur að hún getur einnig spilað í horninu,“ sagði Kristian Kristensen og bætti við: „Auðvitað skiptir það líka máli hvað hún er góð stelpa bæði innan sem utan vallar,“ sagði Kristensen. Það má lesa meira af viðtalinu við Rut og hvað er framundan hjá hennar liði Meistaradeildinni með því að smella hér.
Handbolti Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Sjá meira