Glamour

Selena Gomez og The Weeknd náin á stefnumóti

Ritstjórn skrifar
Selena og Weeknd eru allavega búin að þekkjast rúmt ár, en þau komu fram á Victoria's Secret hátíðinni árið 2015.
Selena og Weeknd eru allavega búin að þekkjast rúmt ár, en þau komu fram á Victoria's Secret hátíðinni árið 2015. Mynd/Getty

Söngvararnir Selena Gomez og The Weeknd eru nýjasta parið í Hollywood miðað við nýjustu myndirnar sem náðust af þeim á stefnumóti. Á myndunum sem má finna í hlekknum hér fyrir neðan er Selena með hendurnar utan um söngvarann og á einni myndinni eru þau að kyssast. 

Þetta eru gífurlega stórar fréttir enda eru þau tvö af vinsælustu söngvurum heimsins í dag. Selena var áður með Justin Bieber og The Weeknd var með fyrirsætunni Bella Hadid þangað til í nóvember á seinasta ári. 

Ekki er vitað hvað þau eru búin að vera lengi að hittast en miðað við myndirnar þá var þetta ekki fyrsta stefnumótið þeirra. Þau komu bæði fram á Victoria's Secret tískusýningunni árið 2015 svo þau eru búin að þekkjast í minnsta kosti eitt ár. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.