Glamour

Dóttir Jude Law er nýtt andlit Burberry Beauty

Ritstjórn skrifar
Maður sér svipinn með henni og Jude Law.
Maður sér svipinn með henni og Jude Law. Mynd/Burberry
Það virðist sem að börn stjarnanna séu um þessar mundir að koma sér fyrir í sviðsljósinu. Börn Jude Law eru engin undantekning. Um helgina gekk Raff Law í tískusýningu fyrir Dolce & Gabbana og nú er systir hans, Iris Law, nýtt andlit Burberry Beauty. Iris situr fyrir í herferð fyrir nýjasta varalit Burberry sem kallast Liquid Lip Velvet. Þar sést vel að Law eigi framtíðina fyrir sér í fyrirsætuheiminum. Hún bætist í hóp fyrirsæta á borð við Cara Delevingne, Kate Moss, Suki Waterhouse og Jourdan Dunn sem hafa áður verið andlit Burberry Beauty. Ekki amalegur félagsskapur.

Tengd skjölMest lesið
Mest lesið


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.