Glamour

Dóttir Jude Law er nýtt andlit Burberry Beauty

Ritstjórn skrifar
Maður sér svipinn með henni og Jude Law.
Maður sér svipinn með henni og Jude Law. Mynd/Burberry

Það virðist sem að börn stjarnanna séu um þessar mundir að koma sér fyrir í sviðsljósinu. Börn Jude Law eru engin undantekning. Um helgina gekk Raff Law í tískusýningu fyrir Dolce & Gabbana og nú er systir hans, Iris Law, nýtt andlit Burberry Beauty. 

Iris situr fyrir í herferð fyrir nýjasta varalit Burberry sem kallast Liquid Lip Velvet. Þar sést vel að Law eigi framtíðina fyrir sér í fyrirsætuheiminum. Hún bætist í hóp fyrirsæta á borð við Cara Delevingne, Kate Moss, Suki Waterhouse og Jourdan Dunn sem hafa áður verið andlit Burberry Beauty. Ekki amalegur félagsskapur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.