Glamour

Nicole Kidman sló öllum út í Dior

Ritstjórn skrifar

Það er oftar en ekki þar sem Nicole slær í gegn á rauða dreglinum, enda er hún fasta gestur. Gærkvöldið var engin undantekning en hún mætti þá í fallegum andlitslituðum kjól frá Dior. Kjóllinn er úr nýjustu línu Dior undir stjórn Maria Grazia. 

Nicole var stödd á frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar Lion ásamt meðleikurum sínum en það var nokkuð greinilegt að hún sló þeim öllum út. Kjóllinn er andlitslitaður með fallegum ísaum sem er nokkuð óvanalegt fyrir Nicole. Ef hún klæðist ekki einhverju svörtu þá er hún yfirleitt í einlitum kjólum og í meira nútímalegu sniði.

Einstaklega fallegur kjóll og óvenjulegt val fyrir Nicole. Mynd/Getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.