Edward Enninful verður ritstjóri breska Vogue Ritstjórn skrifar 10. apríl 2017 14:15 Edward er vel tengdur innan tískuheimsins. Mynd/Getty Edward Enningful hefur verið tilkynntur sem arftaki Alexöndru Shulman sem ritstjóri breska Vogue. Hann mun hefja störf þann 1.ágúst. Shulman tilkynnti um afsögn sína í janúar eftir 25 ár í starfi. Enningful hefur komið víða við í tískuheiminum og er afar vel tengdur. Hann er upphaflega frá Ghana en flutti ungur til Bretlands og hóf að starfa við tísku aðeins 16 ára gamall. Þegar hann var 18 ára var hann ráðinn sem 'fashion director' hjá tímaritinu i-D. Þeirri stöðu hélt hann í 20 ár. Um þessar mundir er hann listrænn stjórnandi W Magazine en hefur einnig verið að starfa fyrir ítalska Vogue. Hann hefur hlotið mikil lof fyrir störf sín og var meðal annars sæmdur riddarakrossi bresku krúnunnar á seinasta ári. Biðin eftir arftaka Shulman hefur verið löng en það verður spennandi að sjá í hvaða stefnu Edward tekur eitt elsta tískutímarit heims. Þetta er í fyrsta sinn í sögu breska Vogue sem karlmaður gegnir stöðu ritstjóra. Mest lesið Húðlitaðir bellerínuskór fyrir alla Glamour Kate Moss prýðir forsíðu Vogue í 38. skiptið Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour Gwyneth Paltrow trúlofuð Glamour American Apparel selt fyrir 88 milljónir dollara Glamour Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour Ævintýralegt brúðkaup tennisstjörnu Glamour Fagnaði tvöföldum sigri Glamour Talaði íslensku við Ísak Glamour Viltu feta í fótspor Jean Paul Gaultier? Glamour
Edward Enningful hefur verið tilkynntur sem arftaki Alexöndru Shulman sem ritstjóri breska Vogue. Hann mun hefja störf þann 1.ágúst. Shulman tilkynnti um afsögn sína í janúar eftir 25 ár í starfi. Enningful hefur komið víða við í tískuheiminum og er afar vel tengdur. Hann er upphaflega frá Ghana en flutti ungur til Bretlands og hóf að starfa við tísku aðeins 16 ára gamall. Þegar hann var 18 ára var hann ráðinn sem 'fashion director' hjá tímaritinu i-D. Þeirri stöðu hélt hann í 20 ár. Um þessar mundir er hann listrænn stjórnandi W Magazine en hefur einnig verið að starfa fyrir ítalska Vogue. Hann hefur hlotið mikil lof fyrir störf sín og var meðal annars sæmdur riddarakrossi bresku krúnunnar á seinasta ári. Biðin eftir arftaka Shulman hefur verið löng en það verður spennandi að sjá í hvaða stefnu Edward tekur eitt elsta tískutímarit heims. Þetta er í fyrsta sinn í sögu breska Vogue sem karlmaður gegnir stöðu ritstjóra.
Mest lesið Húðlitaðir bellerínuskór fyrir alla Glamour Kate Moss prýðir forsíðu Vogue í 38. skiptið Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour Gwyneth Paltrow trúlofuð Glamour American Apparel selt fyrir 88 milljónir dollara Glamour Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour Ævintýralegt brúðkaup tennisstjörnu Glamour Fagnaði tvöföldum sigri Glamour Talaði íslensku við Ísak Glamour Viltu feta í fótspor Jean Paul Gaultier? Glamour