Porsche vann Le Mans í 19. sinn Finnur Thorlacius skrifar 19. júní 2017 09:45 Porsche fagnar sigrinum í Le Mans um helgina. Enn eina ferðina stóð Porsche efst á palli eftir hinn árlega sólarhringskappakstur í Le Mans. Var þetta í 19 sinn sem Porsche hefur sigur í þessum erfiða akstri í Frakklandi og nú þriðja árið í röð. Toyota veitti sem fyrr bílum Porsche mesta keppni og höfðu forystu fyrstu 10 klukkutíma keppninnar. Kúplingsvandræði í þeim Toyota bíl sem hafði þá forystuna urðu til þess að Porsche hafði sigur nú sem oft áður. Margir bílar bæði féllu úr leik og þurftu að dvelja löngum stundum í bílskúrunum vegna bilana og riðlaðist röð fremstu bíla nokkuð. Porsche bíllinn sem hafði sigur nú náði forystunni þegar aðeins tveir klukkutæimar voru eftir af keppninni og lét forystuna ekki eftir það með ökumanninn Timo Bernhard við stýrið. Aðrir ökumenn bílsins voru Brendon Hartley og Earl Bamber. Niðurstaða Toyota bílanna sem virtist vera þeir hröðustu í keppninni framanaf var grátleg, en bilanir og árekstrar komu í veg fyrir sigur Toyota nú eins og í fyrra. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent
Enn eina ferðina stóð Porsche efst á palli eftir hinn árlega sólarhringskappakstur í Le Mans. Var þetta í 19 sinn sem Porsche hefur sigur í þessum erfiða akstri í Frakklandi og nú þriðja árið í röð. Toyota veitti sem fyrr bílum Porsche mesta keppni og höfðu forystu fyrstu 10 klukkutíma keppninnar. Kúplingsvandræði í þeim Toyota bíl sem hafði þá forystuna urðu til þess að Porsche hafði sigur nú sem oft áður. Margir bílar bæði féllu úr leik og þurftu að dvelja löngum stundum í bílskúrunum vegna bilana og riðlaðist röð fremstu bíla nokkuð. Porsche bíllinn sem hafði sigur nú náði forystunni þegar aðeins tveir klukkutæimar voru eftir af keppninni og lét forystuna ekki eftir það með ökumanninn Timo Bernhard við stýrið. Aðrir ökumenn bílsins voru Brendon Hartley og Earl Bamber. Niðurstaða Toyota bílanna sem virtist vera þeir hröðustu í keppninni framanaf var grátleg, en bilanir og árekstrar komu í veg fyrir sigur Toyota nú eins og í fyrra.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent