Uniqlo selur föt úr sjálfsölum Ritstjórn skrifar 2. ágúst 2017 20:00 Glamour/skjáskot Alþjóðlega fatakeðjan Uniqlo hefur ákveðið að fara nýstárlegar leiðir í fatasölu en þeir ætla nú að koma fyrir 183 fatasjálfsölum víðs vegar um Bandaríkin. Sjálfsalarnir verða einna helst staðsettir á flugvöllum þar sem viðskiptavinir hafa lítinn tíma til að standa í röðum og máta. Til sölu í sjálfsölunum verða til dæmis vinsælu þunnu dúnúlpurnar og ullarnærföt frá merkinu sem koma í nettum umbúðum og því þægilegt að taka með sér. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi tilraun merksins, sem er með höfuðstöðvar sínar í Japan og rekur til að mynda um 1700 verslanir í Asíu, muni heppnast. Þetta gæti ef til vill hentað fyrir farþega sem eru að ferðast frá heitum löndum löndum í kaldara loftslag og gleymdu að pakka föðurlandinu - spurning hvort þetta smellpassi ekki á okkar eigin Leifsstöð? Mest lesið Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Kate Moss prýðir forsíðu Vogue í 38. skiptið Glamour Breskar fyrirsætuskrifstofur sakaðar um verðsamráð Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Tilnefningarnar fyrir bresku tískuverðlaunin tilkynnt Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Beyonce og Jay-Z gefa út lag saman Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour
Alþjóðlega fatakeðjan Uniqlo hefur ákveðið að fara nýstárlegar leiðir í fatasölu en þeir ætla nú að koma fyrir 183 fatasjálfsölum víðs vegar um Bandaríkin. Sjálfsalarnir verða einna helst staðsettir á flugvöllum þar sem viðskiptavinir hafa lítinn tíma til að standa í röðum og máta. Til sölu í sjálfsölunum verða til dæmis vinsælu þunnu dúnúlpurnar og ullarnærföt frá merkinu sem koma í nettum umbúðum og því þægilegt að taka með sér. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi tilraun merksins, sem er með höfuðstöðvar sínar í Japan og rekur til að mynda um 1700 verslanir í Asíu, muni heppnast. Þetta gæti ef til vill hentað fyrir farþega sem eru að ferðast frá heitum löndum löndum í kaldara loftslag og gleymdu að pakka föðurlandinu - spurning hvort þetta smellpassi ekki á okkar eigin Leifsstöð?
Mest lesið Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Kate Moss prýðir forsíðu Vogue í 38. skiptið Glamour Breskar fyrirsætuskrifstofur sakaðar um verðsamráð Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Tilnefningarnar fyrir bresku tískuverðlaunin tilkynnt Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Beyonce og Jay-Z gefa út lag saman Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour