Uniqlo selur föt úr sjálfsölum Ritstjórn skrifar 2. ágúst 2017 20:00 Glamour/skjáskot Alþjóðlega fatakeðjan Uniqlo hefur ákveðið að fara nýstárlegar leiðir í fatasölu en þeir ætla nú að koma fyrir 183 fatasjálfsölum víðs vegar um Bandaríkin. Sjálfsalarnir verða einna helst staðsettir á flugvöllum þar sem viðskiptavinir hafa lítinn tíma til að standa í röðum og máta. Til sölu í sjálfsölunum verða til dæmis vinsælu þunnu dúnúlpurnar og ullarnærföt frá merkinu sem koma í nettum umbúðum og því þægilegt að taka með sér. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi tilraun merksins, sem er með höfuðstöðvar sínar í Japan og rekur til að mynda um 1700 verslanir í Asíu, muni heppnast. Þetta gæti ef til vill hentað fyrir farþega sem eru að ferðast frá heitum löndum löndum í kaldara loftslag og gleymdu að pakka föðurlandinu - spurning hvort þetta smellpassi ekki á okkar eigin Leifsstöð? Mest lesið Tískuljósmyndarinn Kári Sverriss opnar heimasíðu Glamour Rihanna gefur út línu af snyrtivörum Glamour Karlie Kloss verður þáttastjórnandi í nýrri sjónvarpsseríu Glamour Balmain var vinsælasta merkið á tískuvikunni í París Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Fimm kápur sem þú þarft fyrir haustið Glamour 5 flottustu trendin fyrir herrana í vetur Glamour Kim Kardashian hefur sjaldan litið betur út Glamour Kendall Jenner í fyrsta sinn á lista Forbes Glamour Fyrsta transkonan til að verða engill? Glamour
Alþjóðlega fatakeðjan Uniqlo hefur ákveðið að fara nýstárlegar leiðir í fatasölu en þeir ætla nú að koma fyrir 183 fatasjálfsölum víðs vegar um Bandaríkin. Sjálfsalarnir verða einna helst staðsettir á flugvöllum þar sem viðskiptavinir hafa lítinn tíma til að standa í röðum og máta. Til sölu í sjálfsölunum verða til dæmis vinsælu þunnu dúnúlpurnar og ullarnærföt frá merkinu sem koma í nettum umbúðum og því þægilegt að taka með sér. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi tilraun merksins, sem er með höfuðstöðvar sínar í Japan og rekur til að mynda um 1700 verslanir í Asíu, muni heppnast. Þetta gæti ef til vill hentað fyrir farþega sem eru að ferðast frá heitum löndum löndum í kaldara loftslag og gleymdu að pakka föðurlandinu - spurning hvort þetta smellpassi ekki á okkar eigin Leifsstöð?
Mest lesið Tískuljósmyndarinn Kári Sverriss opnar heimasíðu Glamour Rihanna gefur út línu af snyrtivörum Glamour Karlie Kloss verður þáttastjórnandi í nýrri sjónvarpsseríu Glamour Balmain var vinsælasta merkið á tískuvikunni í París Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Fimm kápur sem þú þarft fyrir haustið Glamour 5 flottustu trendin fyrir herrana í vetur Glamour Kim Kardashian hefur sjaldan litið betur út Glamour Kendall Jenner í fyrsta sinn á lista Forbes Glamour Fyrsta transkonan til að verða engill? Glamour