Kaupir aftur krónur eftir langt hlé Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Már Guðmundsson Seðlabankastjóri Seðlabankinn keypti krónur hinn 7. mars síðastliðinn í fyrsta sinn síðan 5. nóvember 2014. Bankinn greip svo aftur inn í á gjaldeyrismarkaði á mánudaginn, daginn eftir að tilkynnt var um losun fjármagnshafta, með því að kaupa 1,5 milljarð króna. Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti yfirlýsingu peningastefnunefndar á miðvikudaginn, þar sem ákveðið var að halda vöxtum bankans óbreyttum. Þar sagði Már að of snemmt væri að segja til um efnahagsleg áhrif síðustu skrefa við losun fjármagnshafta. Hugsanlegt væri að betra jafnvægi skapaðist á milli inn- og útstreymis á gjaldeyrismarkaði en skammtímahreyfingar kynnu að aukast eins og sést hafa merki um síðustu daga. „Seðlabankinn mun eftir sem áður draga úr skammtímagengissveiflum þegar tilefni er til,“ sagði Már. Hinn 5. nóvember 2014 keypti Seðlabankinn 926 milljónir króna. Á þriðjudaginn keypti hann 348 milljónir íslenskra króna og svo 1.427 milljónir á mánudaginn. Veltan á gjaldeyrismarkaði þann daginn var tæplega 6,4 milljarðar og því námu viðskipti Seðlabankans um 22 prósentum af heildarveltunni. Þeir sérfræðingar sem Fréttablaðið hefur talað við segja að þessi krónukaup Seðlabankans á mánudaginn og á þriðjudag í síðustu viku séu í takti við þessa áherslu bankans á að draga úr skammtímasveiflum á markaði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Seðlabankinn keypti krónur hinn 7. mars síðastliðinn í fyrsta sinn síðan 5. nóvember 2014. Bankinn greip svo aftur inn í á gjaldeyrismarkaði á mánudaginn, daginn eftir að tilkynnt var um losun fjármagnshafta, með því að kaupa 1,5 milljarð króna. Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti yfirlýsingu peningastefnunefndar á miðvikudaginn, þar sem ákveðið var að halda vöxtum bankans óbreyttum. Þar sagði Már að of snemmt væri að segja til um efnahagsleg áhrif síðustu skrefa við losun fjármagnshafta. Hugsanlegt væri að betra jafnvægi skapaðist á milli inn- og útstreymis á gjaldeyrismarkaði en skammtímahreyfingar kynnu að aukast eins og sést hafa merki um síðustu daga. „Seðlabankinn mun eftir sem áður draga úr skammtímagengissveiflum þegar tilefni er til,“ sagði Már. Hinn 5. nóvember 2014 keypti Seðlabankinn 926 milljónir króna. Á þriðjudaginn keypti hann 348 milljónir íslenskra króna og svo 1.427 milljónir á mánudaginn. Veltan á gjaldeyrismarkaði þann daginn var tæplega 6,4 milljarðar og því námu viðskipti Seðlabankans um 22 prósentum af heildarveltunni. Þeir sérfræðingar sem Fréttablaðið hefur talað við segja að þessi krónukaup Seðlabankans á mánudaginn og á þriðjudag í síðustu viku séu í takti við þessa áherslu bankans á að draga úr skammtímasveiflum á markaði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira