Stjarnan tapaði fyrir nýliðum Vals 110-104 í framlengdum leik í Valshöllinni í gærkvöld.
Valsmenn jöfnuðu leikinn á síðustu sekúndum venjulegs leiktíma og voru svo sterkari í framlengingunni.
Stjarnan hefur ekki verið sannfærandi það sem af er tímabils, en eins og staðan er í dag kæmist liðið ekki í úrslitakeppnina.
Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds ræddu Stjörnuna, og ástandið þar, í gær.
„Þetta er algjört efnahagshrun,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson.
„Svo ódýrir tapaðir boltar, 16 svoleiðis. Af þeim hafa örugglega verið 8-9 sem voru algjört prump,“ sagði Hermann Hauksson.
Stjarnan er með 14 bolta tapaða að meðaltali í leik í þeim sex leikjum sem búnir eru.
„Skref er ein tegund af töpuðum boltum. En að henda boltanum á andstæðing þar sem hann grípur boltann í átt að körfunni þinni, það eru eiginlega tvö gefin stig,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.
„Þetta eru dýrir tapaðir boltar.“
Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Domino's Körfuboltakvöld: Dýrir tapaðir boltar hjá Stjörnunni
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 110-104 | Fyrsti heimasigur Vals
Valur vann sinn fyrsta leik á heimavelli þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 110-104, í kvöld.