Penelope Cruz sem Donatella Versace Ritstjórn skrifar 6. október 2017 11:45 Glamour/Skjáskot Leikkonan Penelope Cruz hefur tekið að sér mörg fjölbreytt hlutverk, og nú hefur hún tekið að sér að leika Donatella Versace. Hlutverkið verður án efa mjög flókið, því Donatella er engum lík og mun reynast mjög erfitt að leika hana eftir. Þátturinn mun heita The Assassination of Gianni Versace, og fjallar um morðið á fatahönnuðinum Gianni Versace, en hann var skotinn til bana í Miami árið 1997. Leikstjóri myndarinnar er Ryan Murphy. Penelope Cruz leikur Donatella Versace, systur Gianni Versace. Donatella tók dauða bróður síns mjög illa og saknar hans mikið enn dag í dag, enda mikill harmleikur. Penelope hefur sagt að það hafi verið erfitt að túlka hlutverkið en vonar að hún geti skilað því vel frá sér. Donatella er ítölsk og hefur mjög sérstakan hreim, og hefur Penelope verið með manneskju með sér sem æfir sig í að líkja eftir talandanum. Hvernig finnst þér Penelope sem Donatella? Hún er allavega jafn mikill töffari og Donatella, það eitt er víst. Donatella VersaceGlamour/GettyInstagram/Entertainment Weekly Mest lesið Gæði og einfaldleiki hjá Filippa K Glamour Gataðar augabrúnir 2015 Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Topshop hefur sölu á brúðarkjólum Glamour Beyonce mun koma fram á Grammy verðlaununum Glamour CDFA stendur með Planned Parenthood Glamour Þetta er vinsælasti skartgripurinn á internetinu Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Besta bjútí grínið Glamour Ætlar að koma Crocs í tísku Glamour
Leikkonan Penelope Cruz hefur tekið að sér mörg fjölbreytt hlutverk, og nú hefur hún tekið að sér að leika Donatella Versace. Hlutverkið verður án efa mjög flókið, því Donatella er engum lík og mun reynast mjög erfitt að leika hana eftir. Þátturinn mun heita The Assassination of Gianni Versace, og fjallar um morðið á fatahönnuðinum Gianni Versace, en hann var skotinn til bana í Miami árið 1997. Leikstjóri myndarinnar er Ryan Murphy. Penelope Cruz leikur Donatella Versace, systur Gianni Versace. Donatella tók dauða bróður síns mjög illa og saknar hans mikið enn dag í dag, enda mikill harmleikur. Penelope hefur sagt að það hafi verið erfitt að túlka hlutverkið en vonar að hún geti skilað því vel frá sér. Donatella er ítölsk og hefur mjög sérstakan hreim, og hefur Penelope verið með manneskju með sér sem æfir sig í að líkja eftir talandanum. Hvernig finnst þér Penelope sem Donatella? Hún er allavega jafn mikill töffari og Donatella, það eitt er víst. Donatella VersaceGlamour/GettyInstagram/Entertainment Weekly
Mest lesið Gæði og einfaldleiki hjá Filippa K Glamour Gataðar augabrúnir 2015 Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Topshop hefur sölu á brúðarkjólum Glamour Beyonce mun koma fram á Grammy verðlaununum Glamour CDFA stendur með Planned Parenthood Glamour Þetta er vinsælasti skartgripurinn á internetinu Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Besta bjútí grínið Glamour Ætlar að koma Crocs í tísku Glamour