Ber forseti Íslands ábyrgð á skipun dómara við Landsrétt? Svanur Kristjánsson skrifar 6. júlí 2017 07:00 Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) sagði í nýársávarpi 1949: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum við ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“ Ísland er sem sagt lýðveldi en með stjórnarskrá sem byggir í meginatriðum á stjórnskipan konungsríkisins Danmerkur frá 1849! Við lýðveldisstofnun gáfu allir stjórnmálaflokkar landsins þjóðinni opinberlega hátíðleg loforð um að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins á grundvelli valddreifingar og lýðræðis. Í stað geðþóttavalds konungs skyldi koma skýr skipting valda og ábyrgðar á milli þjóðkjörins forseta, Alþingis og ráðherra. Loforðin hafa verið svikin. Afleiðingarnar eru fullkomin óvissa um grundvallaratriði í stjórn landsins þar sem t.d. valdhafar túlka völd sín og ábyrgð eftir geðþótta sínum og hagsmunum hverju sinni. Þannig ætlaði forsætisráðherra landsins sumarið 2004 að taka öll völd í landinu og „kanna heimild forseta til að synja um staðfestingu (fjölmiðla)laganna“. (Frétt RÚV 25. maí 2004.) Þessi áform forsætisráðherra urðu að engu vegna staðfestu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Enginn efast lengur um rétt forsetans til að vísa umdeildum lagafrumvörpum sem Alþingi hefur samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi dómsmálaráðherra hefur verið stefnt vegna skipunar dómara í Landsrétt. Í nauðvörn er gripið til splunkunýrrar túlkunar á stjórnskipun Íslands: „Dómsmálaráðherra bar ekki ábyrgð á skipun dómara í Landsrétt – ákvörðun um hverjir yrðu dómarar var Alþingis og endanlegt skipunarvald í höndum forseta Íslands. Þetta segir í greinargerð íslenska ríkisins í máli sem einn umsækjendanna um stöðu dómara höfðaði.“ (Frétt RÚV 3. júlí 2017.) Árið 2004 taldi sem sagt einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins að forseti Íslands væri með öllu valdalaus. 2017 kemur svo annar ráðherra sama flokks og telur að Ísland sé ennþá konungsríki þar sem forseti Íslands fari með skipunarvald, ráði að vild hverjir verða dómarar og hverjir ekki. Dómsmálaráðherra sé hins vegar ábyrgðarlaus á slíkum stjórnarathöfnum. Samkvæmt túlkun dómsmálaráðherra ætti kæra vegna skipunar dómara að beinast að hinum raunverulega handhafa, forseta Íslands, en ekki að valdlausa ráðherranum. Íslenska lýðveldið er vissulega í sjálfheldu. Stjórnskipan landsins er stöðugt í óvissu og uppnámi. Stjórnarskráin skilgreinir ekki völd og ábyrgð mismunandi valdhafa með skýrum hætti. Nauðsynlega stjórnarskrárfestu er ekki að finna. Æðstu ráðamenn firra sig ábyrgð á gjörðum sínum og benda hver á annan eftir geðþótta. Við þurfum nýjan Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá í samræmi við vilja 67% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. okt. 2012. Betra er seint en aldrei fyrir Alþingi að standa undir nafni sem löggjafarþing þjóðarinnar og eyða allri óvissu um stjórnarskrá og stjórnskipan landsins. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) sagði í nýársávarpi 1949: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum við ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“ Ísland er sem sagt lýðveldi en með stjórnarskrá sem byggir í meginatriðum á stjórnskipan konungsríkisins Danmerkur frá 1849! Við lýðveldisstofnun gáfu allir stjórnmálaflokkar landsins þjóðinni opinberlega hátíðleg loforð um að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins á grundvelli valddreifingar og lýðræðis. Í stað geðþóttavalds konungs skyldi koma skýr skipting valda og ábyrgðar á milli þjóðkjörins forseta, Alþingis og ráðherra. Loforðin hafa verið svikin. Afleiðingarnar eru fullkomin óvissa um grundvallaratriði í stjórn landsins þar sem t.d. valdhafar túlka völd sín og ábyrgð eftir geðþótta sínum og hagsmunum hverju sinni. Þannig ætlaði forsætisráðherra landsins sumarið 2004 að taka öll völd í landinu og „kanna heimild forseta til að synja um staðfestingu (fjölmiðla)laganna“. (Frétt RÚV 25. maí 2004.) Þessi áform forsætisráðherra urðu að engu vegna staðfestu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Enginn efast lengur um rétt forsetans til að vísa umdeildum lagafrumvörpum sem Alþingi hefur samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi dómsmálaráðherra hefur verið stefnt vegna skipunar dómara í Landsrétt. Í nauðvörn er gripið til splunkunýrrar túlkunar á stjórnskipun Íslands: „Dómsmálaráðherra bar ekki ábyrgð á skipun dómara í Landsrétt – ákvörðun um hverjir yrðu dómarar var Alþingis og endanlegt skipunarvald í höndum forseta Íslands. Þetta segir í greinargerð íslenska ríkisins í máli sem einn umsækjendanna um stöðu dómara höfðaði.“ (Frétt RÚV 3. júlí 2017.) Árið 2004 taldi sem sagt einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins að forseti Íslands væri með öllu valdalaus. 2017 kemur svo annar ráðherra sama flokks og telur að Ísland sé ennþá konungsríki þar sem forseti Íslands fari með skipunarvald, ráði að vild hverjir verða dómarar og hverjir ekki. Dómsmálaráðherra sé hins vegar ábyrgðarlaus á slíkum stjórnarathöfnum. Samkvæmt túlkun dómsmálaráðherra ætti kæra vegna skipunar dómara að beinast að hinum raunverulega handhafa, forseta Íslands, en ekki að valdlausa ráðherranum. Íslenska lýðveldið er vissulega í sjálfheldu. Stjórnskipan landsins er stöðugt í óvissu og uppnámi. Stjórnarskráin skilgreinir ekki völd og ábyrgð mismunandi valdhafa með skýrum hætti. Nauðsynlega stjórnarskrárfestu er ekki að finna. Æðstu ráðamenn firra sig ábyrgð á gjörðum sínum og benda hver á annan eftir geðþótta. Við þurfum nýjan Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá í samræmi við vilja 67% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. okt. 2012. Betra er seint en aldrei fyrir Alþingi að standa undir nafni sem löggjafarþing þjóðarinnar og eyða allri óvissu um stjórnarskrá og stjórnskipan landsins. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun