Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 13:32 Samtök atvinnulífsins telja að verðmæti geti falist í því að stytta grunnskólanám Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins segja að það kunni að felast ákveðin tækifæri í því að stytta grunnskólanám um eitt ár. SA bendir á að gæðum hafi hrakað í skólastarfi. Það megi sjá á árangri íslenskra nemenda í PISA prófunum, en árangur hefur versnað í þeim undanfarin ár, einkum í stærðfræði og lestri. Til viðbótar standa íslenskir grunnskólar frammi fyrir fyrirsjáanlegum skorti á kennurum, auk þess sem töluvert ójafnvægi er á milli kyns og fræðilegs bakgrunns þeirra sem nýlega eru útskrifaðir. Íslenskir nemendur fá að jafnaði færri skóladaga á ársgrundvelli heldur en nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum. Í heildina litið jafnast þetta út og dagarnir eru um það bil jafn margir undir lok náms, þar sem að náminu hér á landi er lokið á lengri tíma. Efnahags- og framfarastofnunin OECD bendir á að misjafnt sé hversu margar klukkustundur fari í grunnskólanám hjá ríkjum en segir um leið að fjöldi kennslustunda skipti ekki höfuðmáli. Gæði náms og nýting á tíma séu það sem líta þurfi til. Það er mat SA að tími sé kominn á að skoða styttingu grunnskólanáms af alvöru, en samtökin lögðu þessa hugmynd einnig til árið 2002, samhliða tillögu um styttingu framhaldsskóla sem nú er komin í gegn.Fræjum styttingar sáð Með því að færa rafræn könnunarpróf úr 10. bekk niður í 9. bekk segir SA að búið sé að sá fræjum styttingar. Þessi breyting var gerð á kjörtímabilinu 2013-2016 með breytingu á aðalnámskrá grunnskólanna. Þar segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að nemandi í 9. bekk geti innritast í framhaldsskóla sé hann búinn að ná góðum tökum á efni 10. bekkjar. Aukning hefur orðið á milli ára í þessum efnum, þar sem nemendur úr 9. bekk sleppa 10. bekk og innrita sig beint í framhaldsskóla í meira mæli. Stytting myndi milda áhrif kennaraskorts, enda kalla færri nemendur á færri kennara. Auk þess mætti gera ráð fyrir auknu fjármagni, að því gefnu að fjárframlög til grunnskóla yrðu ekki lækkuð. Hækkunin, samkvæmt SA, myndi nema tæplega 184 þúsund krónum á hvern nemanda og væri auðvelt að nýta slíkt til þess að bæta gæði náms og skólastarfs. Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að það kunni að felast ákveðin tækifæri í því að stytta grunnskólanám um eitt ár. SA bendir á að gæðum hafi hrakað í skólastarfi. Það megi sjá á árangri íslenskra nemenda í PISA prófunum, en árangur hefur versnað í þeim undanfarin ár, einkum í stærðfræði og lestri. Til viðbótar standa íslenskir grunnskólar frammi fyrir fyrirsjáanlegum skorti á kennurum, auk þess sem töluvert ójafnvægi er á milli kyns og fræðilegs bakgrunns þeirra sem nýlega eru útskrifaðir. Íslenskir nemendur fá að jafnaði færri skóladaga á ársgrundvelli heldur en nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum. Í heildina litið jafnast þetta út og dagarnir eru um það bil jafn margir undir lok náms, þar sem að náminu hér á landi er lokið á lengri tíma. Efnahags- og framfarastofnunin OECD bendir á að misjafnt sé hversu margar klukkustundur fari í grunnskólanám hjá ríkjum en segir um leið að fjöldi kennslustunda skipti ekki höfuðmáli. Gæði náms og nýting á tíma séu það sem líta þurfi til. Það er mat SA að tími sé kominn á að skoða styttingu grunnskólanáms af alvöru, en samtökin lögðu þessa hugmynd einnig til árið 2002, samhliða tillögu um styttingu framhaldsskóla sem nú er komin í gegn.Fræjum styttingar sáð Með því að færa rafræn könnunarpróf úr 10. bekk niður í 9. bekk segir SA að búið sé að sá fræjum styttingar. Þessi breyting var gerð á kjörtímabilinu 2013-2016 með breytingu á aðalnámskrá grunnskólanna. Þar segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að nemandi í 9. bekk geti innritast í framhaldsskóla sé hann búinn að ná góðum tökum á efni 10. bekkjar. Aukning hefur orðið á milli ára í þessum efnum, þar sem nemendur úr 9. bekk sleppa 10. bekk og innrita sig beint í framhaldsskóla í meira mæli. Stytting myndi milda áhrif kennaraskorts, enda kalla færri nemendur á færri kennara. Auk þess mætti gera ráð fyrir auknu fjármagni, að því gefnu að fjárframlög til grunnskóla yrðu ekki lækkuð. Hækkunin, samkvæmt SA, myndi nema tæplega 184 þúsund krónum á hvern nemanda og væri auðvelt að nýta slíkt til þess að bæta gæði náms og skólastarfs.
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira