Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 13:32 Samtök atvinnulífsins telja að verðmæti geti falist í því að stytta grunnskólanám Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins segja að það kunni að felast ákveðin tækifæri í því að stytta grunnskólanám um eitt ár. SA bendir á að gæðum hafi hrakað í skólastarfi. Það megi sjá á árangri íslenskra nemenda í PISA prófunum, en árangur hefur versnað í þeim undanfarin ár, einkum í stærðfræði og lestri. Til viðbótar standa íslenskir grunnskólar frammi fyrir fyrirsjáanlegum skorti á kennurum, auk þess sem töluvert ójafnvægi er á milli kyns og fræðilegs bakgrunns þeirra sem nýlega eru útskrifaðir. Íslenskir nemendur fá að jafnaði færri skóladaga á ársgrundvelli heldur en nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum. Í heildina litið jafnast þetta út og dagarnir eru um það bil jafn margir undir lok náms, þar sem að náminu hér á landi er lokið á lengri tíma. Efnahags- og framfarastofnunin OECD bendir á að misjafnt sé hversu margar klukkustundur fari í grunnskólanám hjá ríkjum en segir um leið að fjöldi kennslustunda skipti ekki höfuðmáli. Gæði náms og nýting á tíma séu það sem líta þurfi til. Það er mat SA að tími sé kominn á að skoða styttingu grunnskólanáms af alvöru, en samtökin lögðu þessa hugmynd einnig til árið 2002, samhliða tillögu um styttingu framhaldsskóla sem nú er komin í gegn.Fræjum styttingar sáð Með því að færa rafræn könnunarpróf úr 10. bekk niður í 9. bekk segir SA að búið sé að sá fræjum styttingar. Þessi breyting var gerð á kjörtímabilinu 2013-2016 með breytingu á aðalnámskrá grunnskólanna. Þar segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að nemandi í 9. bekk geti innritast í framhaldsskóla sé hann búinn að ná góðum tökum á efni 10. bekkjar. Aukning hefur orðið á milli ára í þessum efnum, þar sem nemendur úr 9. bekk sleppa 10. bekk og innrita sig beint í framhaldsskóla í meira mæli. Stytting myndi milda áhrif kennaraskorts, enda kalla færri nemendur á færri kennara. Auk þess mætti gera ráð fyrir auknu fjármagni, að því gefnu að fjárframlög til grunnskóla yrðu ekki lækkuð. Hækkunin, samkvæmt SA, myndi nema tæplega 184 þúsund krónum á hvern nemanda og væri auðvelt að nýta slíkt til þess að bæta gæði náms og skólastarfs. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að það kunni að felast ákveðin tækifæri í því að stytta grunnskólanám um eitt ár. SA bendir á að gæðum hafi hrakað í skólastarfi. Það megi sjá á árangri íslenskra nemenda í PISA prófunum, en árangur hefur versnað í þeim undanfarin ár, einkum í stærðfræði og lestri. Til viðbótar standa íslenskir grunnskólar frammi fyrir fyrirsjáanlegum skorti á kennurum, auk þess sem töluvert ójafnvægi er á milli kyns og fræðilegs bakgrunns þeirra sem nýlega eru útskrifaðir. Íslenskir nemendur fá að jafnaði færri skóladaga á ársgrundvelli heldur en nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum. Í heildina litið jafnast þetta út og dagarnir eru um það bil jafn margir undir lok náms, þar sem að náminu hér á landi er lokið á lengri tíma. Efnahags- og framfarastofnunin OECD bendir á að misjafnt sé hversu margar klukkustundur fari í grunnskólanám hjá ríkjum en segir um leið að fjöldi kennslustunda skipti ekki höfuðmáli. Gæði náms og nýting á tíma séu það sem líta þurfi til. Það er mat SA að tími sé kominn á að skoða styttingu grunnskólanáms af alvöru, en samtökin lögðu þessa hugmynd einnig til árið 2002, samhliða tillögu um styttingu framhaldsskóla sem nú er komin í gegn.Fræjum styttingar sáð Með því að færa rafræn könnunarpróf úr 10. bekk niður í 9. bekk segir SA að búið sé að sá fræjum styttingar. Þessi breyting var gerð á kjörtímabilinu 2013-2016 með breytingu á aðalnámskrá grunnskólanna. Þar segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að nemandi í 9. bekk geti innritast í framhaldsskóla sé hann búinn að ná góðum tökum á efni 10. bekkjar. Aukning hefur orðið á milli ára í þessum efnum, þar sem nemendur úr 9. bekk sleppa 10. bekk og innrita sig beint í framhaldsskóla í meira mæli. Stytting myndi milda áhrif kennaraskorts, enda kalla færri nemendur á færri kennara. Auk þess mætti gera ráð fyrir auknu fjármagni, að því gefnu að fjárframlög til grunnskóla yrðu ekki lækkuð. Hækkunin, samkvæmt SA, myndi nema tæplega 184 þúsund krónum á hvern nemanda og væri auðvelt að nýta slíkt til þess að bæta gæði náms og skólastarfs.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira