Litla fiskbúðin oftast með lægsta verðið Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2017 10:06 Litla fiskbúðin var með lægsta verðið í ellefu tilvikum af 25. Vísir/gva Litla fiskbúðin Helluhrauni í Hafnafirði var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á fiskafurðum 8. júní síðastliðinn. Búðin var með lægsta verðið í ellefu tilvikum af 25. Kjöt og fiskur í Bergstaðarstræti var oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í níu tilvikum af 25. Fiskbúðin Hafberg, Hafið í Skipholti, Fiskikóngurinn Sogavegi og Fiskbúðin Vegamót neituðu fulltrúum verðlagseftirlitsins að framkvæma verðkönnun í fiskbúðum sínum. Í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ segir að mesta úrval fiskafurða hafi verið hjá Fiskikónginum Höfðabakka sem bauð upp á allar 25 tegundirnar sem skoðaðar voru. „Ef litið er til hefðbundinna fiskbúða þá var minnsta úrvalið í Gallerý fiski Nethyl en þar voru 16 tegundir af 25 fáanlegar, en minna úrval var í öðrum verslunum með fiskborð.150% verðmunur á stórlúðu Munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni var frá 25% upp í 150%, en í flestum tilvikum reyndist munurinn á bilinu 40%-60%. Mestur verðmunur reyndist á Stórlúðu í sneiðum sem var ódýrust 1.395 kr/kg í Fiskbúðinni Trönuhrauni en dýrust 3.490 kr/kg hjá Hafinu fiskverslun Spöng sem er 2.095 kr. verðmunur eða 150%. Minnstur verðmunur var á frosnum Humar, A gæðum, sem var ódýrastur á 7.900 kr./kg. Í fiskbúð Hólmgerirs en dýrastur á 9.900 kr./kg. hjá Fiskikónginum Höfðabakka og Fiskbúðinni Mos, sem er 2.000 kr. verðmunur eða 25%. Mikill verðmunur á Ýsuhakki Ýsuhakk var ódýrast á 990 kr./kg. hjá Litlu Fiskbúðinni en dýrast á 2.290 kr./kg. hjá Kjöt og fiski sem er 131% verðmunur. Nætursöluð ýsuflök voru ódýrust á 1.490 kr./kg. í Litlu Fiskbúðinni en dýrust á 2.170 kr./kg. hjá Fiskbúðinni Sundlaugarvegi sem er verðmunur upp á 680 kr. eða 46%,“ segir í tilkynningunni. Nánar má lesa um könnunina í frétt á vef ASÍ. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Litla fiskbúðin Helluhrauni í Hafnafirði var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á fiskafurðum 8. júní síðastliðinn. Búðin var með lægsta verðið í ellefu tilvikum af 25. Kjöt og fiskur í Bergstaðarstræti var oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í níu tilvikum af 25. Fiskbúðin Hafberg, Hafið í Skipholti, Fiskikóngurinn Sogavegi og Fiskbúðin Vegamót neituðu fulltrúum verðlagseftirlitsins að framkvæma verðkönnun í fiskbúðum sínum. Í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ segir að mesta úrval fiskafurða hafi verið hjá Fiskikónginum Höfðabakka sem bauð upp á allar 25 tegundirnar sem skoðaðar voru. „Ef litið er til hefðbundinna fiskbúða þá var minnsta úrvalið í Gallerý fiski Nethyl en þar voru 16 tegundir af 25 fáanlegar, en minna úrval var í öðrum verslunum með fiskborð.150% verðmunur á stórlúðu Munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni var frá 25% upp í 150%, en í flestum tilvikum reyndist munurinn á bilinu 40%-60%. Mestur verðmunur reyndist á Stórlúðu í sneiðum sem var ódýrust 1.395 kr/kg í Fiskbúðinni Trönuhrauni en dýrust 3.490 kr/kg hjá Hafinu fiskverslun Spöng sem er 2.095 kr. verðmunur eða 150%. Minnstur verðmunur var á frosnum Humar, A gæðum, sem var ódýrastur á 7.900 kr./kg. Í fiskbúð Hólmgerirs en dýrastur á 9.900 kr./kg. hjá Fiskikónginum Höfðabakka og Fiskbúðinni Mos, sem er 2.000 kr. verðmunur eða 25%. Mikill verðmunur á Ýsuhakki Ýsuhakk var ódýrast á 990 kr./kg. hjá Litlu Fiskbúðinni en dýrast á 2.290 kr./kg. hjá Kjöt og fiski sem er 131% verðmunur. Nætursöluð ýsuflök voru ódýrust á 1.490 kr./kg. í Litlu Fiskbúðinni en dýrust á 2.170 kr./kg. hjá Fiskbúðinni Sundlaugarvegi sem er verðmunur upp á 680 kr. eða 46%,“ segir í tilkynningunni. Nánar má lesa um könnunina í frétt á vef ASÍ.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira