Svipmynd Markaðarins: Nýtur þess að vera með marga bolta á lofti 14. október 2017 10:30 Anna Þóra Ísfold er nýráðin framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga. mynd/Sarah Yasdani Anna Þóra Ísfold tók við starfi framkvæmdastjóra Félags viðskipta- og hagfræðinga í síðasta mánuði. Anna á fjölbreyttan feril að baki, hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og sérhæft sig í ráðgjöf og umsjón samfélagsmiðla fyrir stofnanir og fyrirtæki, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Persónulega hvernig hugsanir mínar hafa breyst, hvernig ég stýri þeim í jákvæðan lausnamiðaðan farveg ef á móti blæs og leyfi mér að vera berskjölduð. Á hverju ári set ég mér markmið, fyrir einhverja galdra kem ég þeim í verk, ef þau voru sett á blað. Til dæmis lauk ég diplómanámi í lýðheilsuvísindum í vor og M.Sc. gráðu í viðskiptafræði vorið 2016. Í haust bauðst mér tækifæri til að stýra og byggja upp Félag viðskipta- og hagfræðinga með öflugri stjórn. Það sem kom sjálfri mér á óvart í ár var að ég hélt að ég væri endanlega útskrifuð úr skóla en er í dag að læra alþjóðlega stjórnendamarkþjálfun í Opna háskólanum í Reykjavík. Ætli kosningar í október hafi ekki komið mér mest á óvart af því sem tengist samfélaginu okkar.Hvaða app notarðu mest? Ég nýti Podcast mikið fyrir innri ró og sjálfsrækt, allt frá TED Talks til Super Soul Oprah’s og allt þar á milli.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Dætur mínar fá stærstan bita af kökunni. Við förum í sund, lesum bækur, spilum, spáum í lífið, dönsum og leikum okkur. Ég sit í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu í sjálfboðavinnu, nýt þess að koma að verkefnum sem munu verða dætrum mínum til góða, að birtingarmynd samfélagsins verði komin í jafnvægi þegar þær fara út á atvinnumarkaðinn. Matseld er ástríða mín ásamt því að hafa nördalegan áhuga á D-vítamíni og fræðigreinum því tengdum. Er lestrarhestur og get gleymt mér, les í Kindle-appinu bækur sem mér dettur þann daginn í hug að kaupa mér. Þessa dagana er ég að lesa Option B: Facing adversity, building resilience and finding Joy eftir Sheryl Sandberg og Adam Grant. Brené Brown er líka í sérstöku uppáhaldi þessa dagana.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég hef einbeitt hugað að lífsstíl mínum liðin ár, mataræði sett á oddinn með skipulagningu. Stundatafla Hreyfingar kemur mikið við sögu við líkamlega uppbyggingu. Skoða töfluna kvöldið áður og vel mér tíma sem hentar dagskrá morgundagsins. Hlaup og lyftingar í uppáhaldi. Klukkutíma kröftug vöðvauppbygging og þolæfing, mæli með því! Andlega formið kemur svo í sundlauginni í Bjarnarfirði, með flothettunni frá Systrasamlaginu. Besta tilfinning í heimi að fljóta þyngdarlaus undir stjörnubjörtum himni og norðurljósum.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er gömul sál varðandi tónlist, diskó og eitís.Ertu í þínu draumastarfi? Það er flókin spurning að spyrja mig út í draumastarfið. Ég nýt þess að vera með marga bolta á lofti, er í hlutastarfi sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga. Starfið er krefjandi, tengt rekstri, viðburðum, innleiðingu stefnumótunar og framtíðarsýnar stjórnar. Á móti hef ég byggt upp ráðgjafarstörf á sviði markaðsráðgjafar með áherslu á greiningu, innleiðingu og umsjón samfélagsmiðla, starfa með fyrirtækjum og félögum að því að ná fótfestu á þessu sviði og veiti starfsfólki handleiðslu. Lýðheilsu- og D-vítamínnördinn í mér fær stundum útrás með greinaskrifum, ráðgjöf tengdri heilsu fólks og fyrirlestrum um efnið. Já, ætli megi ekki segja að í þessari blöndu felist draumastarfið, þar sem þekking, menntun og ástríða mætast er einmitt draumastarfið. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Anna Þóra Ísfold tók við starfi framkvæmdastjóra Félags viðskipta- og hagfræðinga í síðasta mánuði. Anna á fjölbreyttan feril að baki, hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og sérhæft sig í ráðgjöf og umsjón samfélagsmiðla fyrir stofnanir og fyrirtæki, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Persónulega hvernig hugsanir mínar hafa breyst, hvernig ég stýri þeim í jákvæðan lausnamiðaðan farveg ef á móti blæs og leyfi mér að vera berskjölduð. Á hverju ári set ég mér markmið, fyrir einhverja galdra kem ég þeim í verk, ef þau voru sett á blað. Til dæmis lauk ég diplómanámi í lýðheilsuvísindum í vor og M.Sc. gráðu í viðskiptafræði vorið 2016. Í haust bauðst mér tækifæri til að stýra og byggja upp Félag viðskipta- og hagfræðinga með öflugri stjórn. Það sem kom sjálfri mér á óvart í ár var að ég hélt að ég væri endanlega útskrifuð úr skóla en er í dag að læra alþjóðlega stjórnendamarkþjálfun í Opna háskólanum í Reykjavík. Ætli kosningar í október hafi ekki komið mér mest á óvart af því sem tengist samfélaginu okkar.Hvaða app notarðu mest? Ég nýti Podcast mikið fyrir innri ró og sjálfsrækt, allt frá TED Talks til Super Soul Oprah’s og allt þar á milli.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Dætur mínar fá stærstan bita af kökunni. Við förum í sund, lesum bækur, spilum, spáum í lífið, dönsum og leikum okkur. Ég sit í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu í sjálfboðavinnu, nýt þess að koma að verkefnum sem munu verða dætrum mínum til góða, að birtingarmynd samfélagsins verði komin í jafnvægi þegar þær fara út á atvinnumarkaðinn. Matseld er ástríða mín ásamt því að hafa nördalegan áhuga á D-vítamíni og fræðigreinum því tengdum. Er lestrarhestur og get gleymt mér, les í Kindle-appinu bækur sem mér dettur þann daginn í hug að kaupa mér. Þessa dagana er ég að lesa Option B: Facing adversity, building resilience and finding Joy eftir Sheryl Sandberg og Adam Grant. Brené Brown er líka í sérstöku uppáhaldi þessa dagana.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég hef einbeitt hugað að lífsstíl mínum liðin ár, mataræði sett á oddinn með skipulagningu. Stundatafla Hreyfingar kemur mikið við sögu við líkamlega uppbyggingu. Skoða töfluna kvöldið áður og vel mér tíma sem hentar dagskrá morgundagsins. Hlaup og lyftingar í uppáhaldi. Klukkutíma kröftug vöðvauppbygging og þolæfing, mæli með því! Andlega formið kemur svo í sundlauginni í Bjarnarfirði, með flothettunni frá Systrasamlaginu. Besta tilfinning í heimi að fljóta þyngdarlaus undir stjörnubjörtum himni og norðurljósum.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er gömul sál varðandi tónlist, diskó og eitís.Ertu í þínu draumastarfi? Það er flókin spurning að spyrja mig út í draumastarfið. Ég nýt þess að vera með marga bolta á lofti, er í hlutastarfi sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga. Starfið er krefjandi, tengt rekstri, viðburðum, innleiðingu stefnumótunar og framtíðarsýnar stjórnar. Á móti hef ég byggt upp ráðgjafarstörf á sviði markaðsráðgjafar með áherslu á greiningu, innleiðingu og umsjón samfélagsmiðla, starfa með fyrirtækjum og félögum að því að ná fótfestu á þessu sviði og veiti starfsfólki handleiðslu. Lýðheilsu- og D-vítamínnördinn í mér fær stundum útrás með greinaskrifum, ráðgjöf tengdri heilsu fólks og fyrirlestrum um efnið. Já, ætli megi ekki segja að í þessari blöndu felist draumastarfið, þar sem þekking, menntun og ástríða mætast er einmitt draumastarfið.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira